Rækjukokteill

  , ,   

desember 7, 2018

Klassískur rækjukokteill með chili mæjónesi.

  • Fyrir: 4

Hráefni

1 pakki tígrisrækjur frá Sælkerafiski

1 glas hvítvín

2 hvítlauksrif

½ chili

Salt og pipar

1 box Lambhagasalat

1 box kirsuberjatómatar

1 stk avókadó

1 bolli söxuð paprika gul, rauð og græn

1 búnt söxuð steinselja

2 msk Filippo Berio ólífuolía

½ límóna - safinn

Chili mæjónes

1 bolli mæjónes

½ bolli sýrður rjómi

2 tsk Blue Dragon chilimauk

½ límóna - safinn

Salt og pipar

Leiðbeiningar

1Skerið grænmeti í litla bita.

2Sjóðið rækjurnar upp úr hvítvíni, chili og hvítlauk í 2 mínútur.

3Blandið grænmetinu í skál ásamt ólífuolíunni og límónusafanum.

4Búið til chilimæjónes með því að blanda saman mæjónesi, sýrðum rjóma, chilimauki og límónusafa og kryddið með salt og pipar.

5Setjið salatið, rækjurnar og chilimæjónesið í fallegar skálar eða glös og berið fram kalt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ljúffenga humarsúpan sem er einfaldari en þig grunar

Þessi humarsúpa er einstaklega bragðgóð, kraftmikil og silkimjúk.

Ljúffengar og fljótlegar fiskibollur

Sælkera fiskibollur með TUC kexi og mangósósu.

Steikt hrísgrjón með risarækjum og tómatchilímauki

Girnilegur risarækjuréttur með spicy bragði.