Plokkfiskur í litlum formum

    

apríl 30, 2019

Sælkera plokkfiskur með rjómaost og sinnepi.

Hráefni

600 g þorskur, soðinn

300 g kartöflur, soðnar, afhýddar og niðurskornar

200 g gulrætur, niðurskornar og soðnar

1 stk laukur, saxaður

3 stk hvítlauksrif

4 msk smjör

3 msk hveiti

3 dl mjólk

2 tsk Oscar grænmetiskraftur

200 g Philadelphia rjómaostur með graslauk

2 stk Heinz sætt sinnep

Rifinn ostur

Parmareggio Parmesanostur

Leiðbeiningar

1Hitið smjörið í potti og steikið laukinn og hvítlaukinn. Bætið hveitinu saman við og hrærið.

2Hellið mjólkinni út í, í skömmtum og hrærið á milli.

3Bætið rjómaostinum saman við ásamt sinnepi og grænmetiskrafti. Bætið fiski og gulrótum út í og hrærið vel saman. Setjið í lítil eldföst form.

4Stráið osti yfir og svo parmesanosti og eldið í ofni við 180°C þar til osturinn er gylltur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ljúffenga humarsúpan sem er einfaldari en þig grunar

Þessi humarsúpa er einstaklega bragðgóð, kraftmikil og silkimjúk.

Ljúffengar og fljótlegar fiskibollur

Sælkera fiskibollur með TUC kexi og mangósósu.

Steikt hrísgrjón með risarækjum og tómatchilímauki

Girnilegur risarækjuréttur með spicy bragði.