Plokkfiskur í litlum formum

    

apríl 30, 2019

Sælkera plokkfiskur með rjómaost og sinnepi.

Hráefni

600 g þorskur, soðinn

300 g kartöflur, soðnar, afhýddar og niðurskornar

200 g gulrætur, niðurskornar og soðnar

1 stk laukur, saxaður

3 stk hvítlauksrif

4 msk smjör

3 msk hveiti

3 dl mjólk

2 tsk Oscar grænmetiskraftur

200 g Philadelphia rjómaostur með graslauk

2 stk Heinz sætt sinnep

Rifinn ostur

Parmareggio Parmesanostur

Leiðbeiningar

1Hitið smjörið í potti og steikið laukinn og hvítlaukinn. Bætið hveitinu saman við og hrærið.

2Hellið mjólkinni út í, í skömmtum og hrærið á milli.

3Bætið rjómaostinum saman við ásamt sinnepi og grænmetiskrafti. Bætið fiski og gulrótum út í og hrærið vel saman. Setjið í lítil eldföst form.

4Stráið osti yfir og svo parmesanosti og eldið í ofni við 180°C þar til osturinn er gylltur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Risarækju pasta í spicy hvítlauks tómatsósu

Risarækju pasta í spicy hvítlauks tómatsósu tekur aðeins korter að útbúa!