fbpx

Páskakakan hennar Nigellu

Gómsæt súkkulaðikaka með litlum Cadbury eggjum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 250 g dökkt súkkulaði frá Rapunzel
 125 g smjör
 6 meðalstór egg
 175 g sykur
 1 tsk vanilludropar
Krem
 125 g dökkt súkkulaði frá Rapunzel, saxað
 250 ml rjómi
 1 tsk vanilludropar
Skraut
 2 pokar lítil Cadbury egg

Leiðbeiningar

Kakan
1

Bræðið smjör og súkkulaði saman við vægan hita. Kælið lítillega.

2

Þeytið 4 eggjahvítur saman þar til þær eru orðnar stífar og bætið 100 g af sykri smátt og smátt saman við þar til marengsinn er farinn að glansa.

3

Takið til hliðar og geymið.

4

Hrærið 2 eggjum, 4 eggjarauðum og 75 g af sykri vel saman og bætið vanilludropum saman við. Hellið súkkulaðiblöndunni varlega saman við með sleif. Bætið síðan þeyttu eggjahvítunum varlega saman við.

5

Látið í smurt 23 cm bökunarform og bakið við 180°C í 35-40 mínútur.

6

Kælið kökuna og búið ykkur undir að hún falli aðeins í miðjunni.

Krem
7

Bræðið súkkulaðið og kælið lítilega. Þeytið rjómann og bætið vanillu og brædda súkkulaðinu saman við.

8

Hellið kreminu yfir kökuna og skreytið með súkkulaðieggjum.


Uppskrift frá GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

 250 g dökkt súkkulaði frá Rapunzel
 125 g smjör
 6 meðalstór egg
 175 g sykur
 1 tsk vanilludropar
Krem
 125 g dökkt súkkulaði frá Rapunzel, saxað
 250 ml rjómi
 1 tsk vanilludropar
Skraut
 2 pokar lítil Cadbury egg

Leiðbeiningar

Kakan
1

Bræðið smjör og súkkulaði saman við vægan hita. Kælið lítillega.

2

Þeytið 4 eggjahvítur saman þar til þær eru orðnar stífar og bætið 100 g af sykri smátt og smátt saman við þar til marengsinn er farinn að glansa.

3

Takið til hliðar og geymið.

4

Hrærið 2 eggjum, 4 eggjarauðum og 75 g af sykri vel saman og bætið vanilludropum saman við. Hellið súkkulaðiblöndunni varlega saman við með sleif. Bætið síðan þeyttu eggjahvítunum varlega saman við.

5

Látið í smurt 23 cm bökunarform og bakið við 180°C í 35-40 mínútur.

6

Kælið kökuna og búið ykkur undir að hún falli aðeins í miðjunni.

Krem
7

Bræðið súkkulaðið og kælið lítilega. Þeytið rjómann og bætið vanillu og brædda súkkulaðinu saman við.

8

Hellið kreminu yfir kökuna og skreytið með súkkulaðieggjum.

Páskakakan hennar Nigellu

Aðrar spennandi uppskriftir