Páskakakan hennar Nigellu

  ,   

mars 25, 2021

Gómsæt súkkulaðikaka með litlum Cadbury eggjum.

Hráefni

250 g dökkt súkkulaði frá Rapunzel

125 g smjör

6 meðalstór egg

175 g sykur

1 tsk vanilludropar

Krem

125 g dökkt súkkulaði frá Rapunzel, saxað

250 ml rjómi

1 tsk vanilludropar

Skraut

2 pokar lítil Cadbury egg

Leiðbeiningar

Kakan

1Bræðið smjör og súkkulaði saman við vægan hita. Kælið lítillega.

2Þeytið 4 eggjahvítur saman þar til þær eru orðnar stífar og bætið 100 g af sykri smátt og smátt saman við þar til marengsinn er farinn að glansa.

3Takið til hliðar og geymið.

4Hrærið 2 eggjum, 4 eggjarauðum og 75 g af sykri vel saman og bætið vanilludropum saman við. Hellið súkkulaðiblöndunni varlega saman við með sleif. Bætið síðan þeyttu eggjahvítunum varlega saman við.

5Látið í smurt 23 cm bökunarform og bakið við 180°C í 35-40 mínútur.

6Kælið kökuna og búið ykkur undir að hún falli aðeins í miðjunni.

Krem

1Bræðið súkkulaðið og kælið lítilega. Þeytið rjómann og bætið vanillu og brædda súkkulaðinu saman við.

2Hellið kreminu yfir kökuna og skreytið með súkkulaðieggjum.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Oreo marengsbomba

Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum. Oreo crumbs er algjör snilld í bakstur og gerir marengsinn extra gómsætan.

Epla crostate með sítrónurjómaosti og Dumle karamellum

Crostata er ítölsk baka eða pie, hér er það með sítrónurjómaosta og Dumle karamellu fyllingu

Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu toblerone

Rababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!