Páskabrownie í pönnu

  ,   

mars 29, 2021

Hér er á ferðinni risa brownie kaka í pönnu sem er fullkominn eftirréttur til að deila á páskunum.

Hráefni

220 g smjör við stofuhita

150 g púðursykur

60 g sykur

130 g brætt dökkt súkkulaði

2 egg

1 tsk. vanilludropar

250 g hveiti

20 g Cadbury bökunarkakó

½ tsk. salt

300 g Cadbury Mini Eggs (söxuð gróft)

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 170°C.

2Þeytið saman smjör og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljóst.

3Bræðið súkkulaðið og blandið því saman við smjörblönduna ásamt vanilludropunum.

4Bætið eggjunum út í, einu í einu og skafið niður á milli.

5Blandið saman hveiti, bökunarkakó og salti og setjið saman við, skafið niður á milli.

6Að lokum má setja um ½ af súkkulaðieggjunum út í deigið, smyrja eldfasta pönnu, mót eða bökunarform vel með smjöri og jafna deigið þar í.

7Restinni af súkkulaðieggjunum má strá yfir deigið og baka síðan kökuna í um 30 mínútur.

8Best er að bera kökuna fram volga með ís eða rjóma.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Oreo marengsbomba

Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum. Oreo crumbs er algjör snilld í bakstur og gerir marengsinn extra gómsætan.

Epla crostate með sítrónurjómaosti og Dumle karamellum

Crostata er ítölsk baka eða pie, hér er það með sítrónurjómaosta og Dumle karamellu fyllingu

Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu toblerone

Rababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!