Pad thai eins og það gerist best

    

desember 2, 2020

Þessi réttur er fullkominn í afganga daginn eftir. En það er sjaldnast eitthvað eftir. Þetta er svo gott!

Hráefni

3 kjúklingabringur

300 g hrísgrjónanúðlur

1 laukur, skorinn í þunnar sneiðar

3 vorlaukar, sneiddir þunnt

3 egg

1/2 - 1 dl baunaspírur

salthnetur, saxaðar smátt

ferskt kóríander (má sleppa)

Sósa

2 msk fiskisósa (fish sauce) frá Blue dragon

3 msk ostrusósa, frá Blue dragon

1 msk soyasósa, frá Blue dragon

3-4 hvítlauksrif, pressuð

3 msk vatn

safi frá 1 límónu

1-2 rauð chilí, smátt söxuð

Leiðbeiningar

1Sjóðið núðlurnar skv leiðbeiningum á pakkningu.

2Skerið kjúklingabringurnar niður í þunnar sneiðar. Hitið olíu í potti og steikið kjúklinginn og lauk þar til kjúklingurinn er rétt eldaður í gegn.

3Takið kjúklinginn til hliðar á pönnunni og setjið eggin á hina hliðina. Hrærið í þeim þar til þau eru elduð og blandið þá saman við kjúklinginn.

4Setjið núðlur, vorlauk og baunaspírur saman við.

5Gerið sósuna og hellið yfir allt. Steikið í nokkrar mínútur og blandið öllu vel saman.

6Setjið á disk og stráið muldum salthnetum og kóríander yfir allt.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingaréttur með grænmeti og balsamik rjómasósu

Æðislegur kjúklingaréttur sem einfalt er að gera.

Litríkt salat með dumplings og japanskri dressingu

Hér er á ferðinni alveg ótrúlega einfaldur og fljótlegur réttur. Hentar vel sem forréttur eða léttur kvöldverður.

Kjúklingur í karrí og Kókos

Afar fljótlegur og gómsætur kjúklingur í Karrý og kókos sem er æðislegur með hrísgrjónum. Þennan er gott að gera í meira magni og hita upp í hádeginu daginn eftir!