Pad thai eins og það gerist best

    

desember 2, 2020

Þessi réttur er fullkominn í afganga daginn eftir. En það er sjaldnast eitthvað eftir. Þetta er svo gott!

Hráefni

3 kjúklingabringur

300 g hrísgrjónanúðlur

1 laukur, skorinn í þunnar sneiðar

3 vorlaukar, sneiddir þunnt

3 egg

1/2 - 1 dl baunaspírur

salthnetur, saxaðar smátt

ferskt kóríander (má sleppa)

Sósa

2 msk fiskisósa (fish sauce) frá Blue dragon

3 msk ostrusósa, frá Blue dragon

1 msk soyasósa, frá Blue dragon

3-4 hvítlauksrif, pressuð

3 msk vatn

safi frá 1 límónu

1-2 rauð chilí, smátt söxuð

Leiðbeiningar

1Sjóðið núðlurnar skv leiðbeiningum á pakkningu.

2Skerið kjúklingabringurnar niður í þunnar sneiðar. Hitið olíu í potti og steikið kjúklinginn og lauk þar til kjúklingurinn er rétt eldaður í gegn.

3Takið kjúklinginn til hliðar á pönnunni og setjið eggin á hina hliðina. Hrærið í þeim þar til þau eru elduð og blandið þá saman við kjúklinginn.

4Setjið núðlur, vorlauk og baunaspírur saman við.

5Gerið sósuna og hellið yfir allt. Steikið í nokkrar mínútur og blandið öllu vel saman.

6Setjið á disk og stráið muldum salthnetum og kóríander yfir allt.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingur í grænu karrý

Dásamlega bragðgóður og einfaldur réttur sem rífur aðeins í.

Quesadilla hringur

Fylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.

Kjúklingaspjót með sinnepsdressingu

Grilluð kjúklingaspjót með kaldri sósu.