fbpx

Oreo ostakökubitar

Frábærir ostakökubitar með Oreo kexi.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 36 OREO kexkökur
 4 msk smjör
 900 g Philadelphia rjómaostur
 200 g sykur
 230 g sýrður rjómi
 1 tsk vanilludropar
 4 egg
Til skreytingar
 Dökkt súkkulaði
 Hvítt súkkulaði

Leiðbeiningar

1

Myljið 24 oreo kexkökur (ath. ekki allar) vel niður t.d. í matvinnsluvél. Bræðið smjör og blandið þessu tvennu síðan vel saman. Látið kexblönduna í 23×33 cm smurt form og þrýstið vel niður.

2

Hrærið saman rjómaost og sykur þar til það hefur blandast vel saman. Bætið sýrðum rjóma og vanillu saman við og hrærið vel. Bætið því næst eggjum, einu í einu. Hrærið þar til eggin hafa rétt blandast við deigið. Brjótið afganginn af kexkökunum gróflega niður og bætið varlega saman við deigið með sleif. Hellið síðan yfir kexbotninn og látið inn í 160°c heitan ofn í um 40 mínútur. Takið þá kökuna úr ofninum og leyfið henni að kólna alveg.

3

Hyljið síðan með filmu eða álpappír og geymið í ísskáp í amk. 2 tíma. Skerið að lokum kökuna í litla munnbita, bræðið súkkulaðið og sprautið yfir. Setjið kökurnar á fallegan disk og skreytið með jarðaberjum.

DeilaTístaVista

Hráefni

 36 OREO kexkökur
 4 msk smjör
 900 g Philadelphia rjómaostur
 200 g sykur
 230 g sýrður rjómi
 1 tsk vanilludropar
 4 egg
Til skreytingar
 Dökkt súkkulaði
 Hvítt súkkulaði

Leiðbeiningar

1

Myljið 24 oreo kexkökur (ath. ekki allar) vel niður t.d. í matvinnsluvél. Bræðið smjör og blandið þessu tvennu síðan vel saman. Látið kexblönduna í 23×33 cm smurt form og þrýstið vel niður.

2

Hrærið saman rjómaost og sykur þar til það hefur blandast vel saman. Bætið sýrðum rjóma og vanillu saman við og hrærið vel. Bætið því næst eggjum, einu í einu. Hrærið þar til eggin hafa rétt blandast við deigið. Brjótið afganginn af kexkökunum gróflega niður og bætið varlega saman við deigið með sleif. Hellið síðan yfir kexbotninn og látið inn í 160°c heitan ofn í um 40 mínútur. Takið þá kökuna úr ofninum og leyfið henni að kólna alveg.

3

Hyljið síðan með filmu eða álpappír og geymið í ísskáp í amk. 2 tíma. Skerið að lokum kökuna í litla munnbita, bræðið súkkulaðið og sprautið yfir. Setjið kökurnar á fallegan disk og skreytið með jarðaberjum.

Oreo ostakökubitar

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SúkkulaðisamlokurVirkilega skemmtileg og öðruvísi „smákaka“ sem er í raun brownie kaka með súkkulaði- og heslihnetukremi, NAMM með stóru N-i!