IMG_3935
IMG_3935

Oreo ostakaka

  ,   ,

febrúar 16, 2016

Einföld og góð Oreo ostaterta.

Hráefni

Botn

2 pakkar OREO Brownie

80 gr brætt smjör

½ lime, safinn

Fylling

400 gr rjómaostur Philadelphia

1 ½ dl flórsykur

200 gr Milka Alpine Milk súkkulaði

½ lime, safinn

½ L rjómi

Leiðbeiningar

Botn

1Myljið súkkulaði Oreo kexið í blandara eða matvinnsuvél og takið 1 dl af mulingum frá til að skeyta kökuna með.

2Bræðið smjörið og blandið við kexmulinginn ásamt safa úr hálfu lime.

3Setjið í kökuform sem er klætt smjörpappír og þrýstið botninum vel niður. Kælið.

Fylling

1Hrærið upp Philadelphia rjómaostinn ásamt flórsykrinum og lime safanum.

2Bræðið Mikla súkkulaði og bætið við rjómaostinn.

3Þeytið rjómann, blandið varlega saman við og hellið yfir Oreobotinn.

4Stráið kexmulningi yfir kökuna og kælið vel áður en kakan er borin fram.

Uppskrift frá Vigdísi Ylfu Hreinsdóttur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_7647

Sumarlegar bollakökur

Sumarlegar bollakökur í suður evrópskum anda, sítrónu bollakökur með blóðappelsínu rjómaosta kremi.

MG_7675

Blaut kladdkaka með Geisha heslihnetu súkkulaði kremi

Þessi kaka er fullkomin hvort sem er á brunch borðið eða sem eftirréttur eftir góðan mat.

MG_8175

Ljúffeng hunangs og fíkju kaka

Ljúffeng hunangs kaka með fíkju rjómaostakremi.