Marokkóskur kjúklingabaunaréttur

  ,

október 1, 2019

Bragðmikill grænmetisréttur með döðlum og Cayenne pipar.

Hráefni

3 msk Filippo Berio ólífuolía

4 msk smjör

1 bolli blómkál

1 dós Rapunzel kjúklingabaunir

½ rauðlaukur

1 tsk kanillduft

1 tsk engiferduft

1 tsk cuminduft

1 tsk kóríanderduft

¼ tsk Cayenne pipar

10 stk Rapunzel döðlur

1 flaska Rapunzel Passata tómatsósa

Ferskt kóríander, saxað

1 stk límóna, safinn

Leiðbeiningar

1Skerið grænmetið niður.

2Hitið olíu á pönnu og mýkið blómkálið.

3Bætið smjörinu á pönnuna og setjið kjúklingabaunir og krydd út á ásamt pressuðum hvítlauk og niðursneiddum rauðlauk.

4Hellið tómatsósunni út á og látið malla í 5 mínútur.

5Bætið söxuðu kóríander við og kreistið límónusafa yfir.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ferskt Thai tófú salat

Tælenskt salat með mísó sósu.

Bakað bauna taquitos

Vefjur með grænmetis- og baunafyllingu, bakað í ofni með osti.

Bragðmikil Marokkósk panna með linsum, feta og tómötum

Þessi réttur er alveg dásamlegur, þarfnast smá undirbúnings en að öðru leyti afar einfaldur.