Marineruð T-bone steik með auðveldustu bernaise sósu í heimi

  ,

maí 17, 2021

Það þarf ekki að kosta til ógrynni af kryddum til að gera góða marineringu, góð olía og fersk hráefni er eitthvað sem ég elska í marineringu.

Hráefni

Marinering

1 dl Caj P hvítlauksolía

1,5 dl extra virgin ólífuolía

6 marinn hvítlauksrif

3 greinar ferskt rósmarín

2 tsk gróft salt

1-2 vænar T-bone steikur (1 steik passar fyrir 2)

Bernaise sósa í blandara

4 eggjarauður

230 gr bráðið smjör

1 tsk hvítlaukssalt (garlic salt)

1 tsk Oscar nautakraftur í dufti eða 1/2 nautakrafts teningur

1 msk laukduft (onion powder)

klípa af grófu salti

1/4 tsk svartur pipar

4 tsk estragon

1 tsk sykur

1 tsk Bernaise Essence (fæst í Bónus en má sleppa)

2 tsk sítrónusafi (3 tsk ef þið sleppið Bernaise Essence)

Leiðbeiningar

Marinering

1Merjið hvítlaukinn í pressu

2Klippið niður rósmarín greinarnar niður í minni nálar eða eins og er á þurrkuðu rósmarín (takið bara nálarnar ekki greinina sjálfa)

3Hrærið saman Caj P olíunni og Extra Virgin olíunni í góðu eldföstu móti sem passar undir steikina

4Saltið og setjið hvítlaukinn og rósmarín út í og hrærið vel saman

5Setjið nú kjötið út í marineringuna og þekjið það vel með henni

6Leyfið að standa í henni í minnst eina klst, því lengur því betra

7Kveikjið svo á grillinu á hæsta hita og lækkið niður þegar það er vel heitt niður í miðlungshita

8Grillið í 5 mín á hvorri hlið og takið tímann

9Setjið svo steikina á matardisk og setjið álpappír vel yfir og látið standa þar undir í 10 mínútur (takið tímann). Þannig náið þið medium rare steik

Bernaise sósa í blandara

1Setjið eggjrauður, sykur, sítrónusafa, bernaise essence og öll krydd nema nautakraft og estragon saman í blandara

2Blandið í minnst eina mínútu eða þar til rauðurnar eru orðnar þykkar, ljósar og léttar

3Bræðið saman smjör og nautakraft í örbylgju ofni

4Hellið svo smjörinu í mjórri bunu smátt og smátt út í eggjarauðurnar í blandaranum meðan hann er í gangi. Hellið sem sagt gegnum gatið á lokinu

5Setjið svo estragonið út í að lokum og haldið áfram að blanda í blandaranum þar til sósan er orðin þykk og loftkennd

6Látið hana svo standa í eins og 5 mínútur en þá þykknar hún

7Berið fram með kjötinu og því meðlæti sem þið kjósið með steikinni

Uppskrift frá Maríu á paz.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Lambaspjót með trufflukremi

Sælkeralamb með sveppum og trufflukremi.

Grillað lambalæri

Grillað lambalæri er máltíð sem klikkar seint! Hér er á ferðinni einföld útgáfa af grilluðu lambalæri og grænmeti í álpappírsvasa með kaldri grillsósu. Máltíð sem hentar fullkomlega í ferðlagið jafnt sem heima við!

Eplapanna á grillið

Girnilegt epla pæ í pönnu á grillið eða í ofninn, toppað með Dumle karamellum.