Kryddbrauð – lífrænt og vegan

  , ,   

september 20, 2019

Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu.

  • Undirbúningur: 5 mín
  • Eldun: 40 mín
  • 5 mín

    40 mín

    45 mín

Hráefni

3 dl hveiti

3 dl grófir hafrar frá Rapunzel

2 tsk kanill

1 tsk negull

1 tsk engifer

1/4 tsk himalaya eða sjávarsalt

1 tsk kakó frá Rapunzel

2 dl demerara sykur frá Rapunzel

1 tsk matarsódi

3 dl Oatly haframjólk

Leiðbeiningar

1Byrjið á því að hita ofninn í 200°C

2Blandið saman öllum þurrefnum í stóra skál og hrærið saman

3Hrærið Oatly mjólk varlega saman við með sleikju.

4Klæðið ílangt form (jólakökuform) með bökunarpappír eða smyrjið vel og setjið deigið í. Stráið haframjöli eða hnetum yfir ef vill.

5Bakið í 40 mín eða þar til prjónn kemur hreinn út sem stungið er í brauðið.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Súkkulaði bollakökur

Sælkerabollakökur sem allir geta gert.

Daim ostakaka

Daim ostakaka með LU kex botni.

Súkkulaðikaka með hvítu Toblerone kremi

Ómótstæðileg kaka með hvítu Toblerone kremi.