Kókos fiskisúpa

  ,   

apríl 29, 2020

Einföld, fljótleg og bragðgóð súpa full af sjávarfangi.

Hráefni

2 dósir Blue Dragon kókosmjólk

1 dósir Hunts Roasted Garlic and Onion pastasósa

2 tsk Blue Dragon Minced Hot Chili chilimauk

2 tsk Blue Dragon Minced Garlic hvítlauksmauk

1 tsk Blue Dragon Minced Ginger engifermauk

2 msk Blue Dragon Fish Sauce fiskisósa

3 msk Oscar humarkraftur

1 sítróna, safinn

3 msk Hunts Tomato paste tómatþykkni

1 bolli vatn

1 pakki Sælkerafiskur litlar tígrisrækjur

1 pakki Sælkerafiskur skelflettur humar

200 g lax

3 stk gulrætur, rifnar

3 vorlaukar, niðurskornir

Rapunzel kókosflögur

Philadelphia original rjómaostur

kóríander

Leiðbeiningar

1Hitið pastasósu, kókosmjólk, tómatþykkni, humarkraft, chilimauk, hvítlauksmauk, engifermauk, sítrónu og fiskisósu saman í potti og látið sjóða í ca 5 mínútur.

2Bætið tígrisrækjum, humri og laxi út í og látið sjóða í 5 mínútur í viðbót.

3Berið fram með gulrótum, vorlauk, kókosflögum, rjómaosti og kóríander.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Tígrisrækjur í krönsi með avókadó dill sósu

Uppskrift að afar góðum tígrisrækjum í snakk krönsi sem eru bornar fram með avókadó sósu með dilli og sýrðum rjóma.

Tortillaskálar með tígrisækjum

Alvöru mexíkósk sælkeraveisla.

Rækju dumplings með risarækjum, eggjanúðlum og grænmeti

Það er svo hrikalega auðvelt og einfalt að græja sér bragðgóða asíska rétti. Ég hef sagt það áður hér en mitt allra mesta uppáhald eru dumplings eða gyoza eins og það er líka kallað.