kebab
kebab

Kjúklinga kebab í tortillaköku

  ,   

júní 18, 2019

Heimagert kebab sem allir elska, einfalt og gott.

Hráefni

Kjúklingur

1 poki Rose Poultry kjúklingabringur

2 dl CajP hvítlauksgrillolía

1/2 dl AB mjólk

2 tsk piri piri krydd

1 stk límóna

1 pakki Mission tortillakökur með grillrönd

1 stk græn paprika

1 stk gul paprika

1 stk rauð paprika

2 stk rauðlaukur

Filippo Berio hvítlauksolía

Meðlæti

1 stk límóna

Heinz majónes

Leiðbeiningar

1Skerið kjúklingabringurnar í tvennt. Hrærið saman CajP, AB mjólk, piri piri krydd og límónu. Hellið yfir kjúklinginn og marinerið í a.m.k. 1 klst. í kæli.

2Skerið stóran rauðlauk í tvennt og setjið sárið niður í eldfast mót, stingið grillpinna í miðjan laukinn og látið standa upp í loft, þræðið allan kjúklinginn á grillpinna.

3Skerið paprikurnar niður, veltið þeim upp úr hvítlauksolíu, setjið í eldfast mót með kjúklingnum og eldið í 60 til 80 mínútur á 150°C í miðjum ofni á blæstri, passið að ofninn sé heitur þegar þið setjið kjúklinginn inn.

4Sneiðið kjúklinginn niður þunnt eins og kebab og berið fram í tortillakökum með majónesi. Gott er að kreista límónu yfir.

Munið að kaupa grillpinna.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_9120

Klúbb vefja

Þessar vefjur eru alveg æðislega góðar! Þær henta fullkomlega sem hádegismatur, sem nesti eða léttur kvöldmatur.

IMG_1433-2-1170x789

Kjúklinga Crepes með sinnepssósu

Hér er á ferðinni dásamlega léttur og góður sumarréttur. Hver elskar ekki Crepes eða pönnukökur?

2019.06.PAZ2

BBQ Twister með piparmajó

Heimagerður twister - súper stökkur og góður