DSC05488 (Large)
DSC05488 (Large)

Kjötbollu- og spaghettígratín

    

nóvember 6, 2018

Ótrúlega djúsí kjötbollupasta í gratín.

Hráefni

Spaghetti

250 g spaghettí

1 lárviðarlauf

2 msk smjör

Kjötbollur

500 g nautahakk

200 g grísahakk

½ bolli steinselja, söxuð

2 hvítlauksrif, smátt söxuð

1 egg

½ bolli brauðrasp

½ bolli rifinn Parmareggio parmesanostur

salt og pipar

Tómatsósa

2 tsk Filippo Berio extra virgin ólífuolía

4 stk hvítlauksrif

1 laukur

2 dósir Hunt’s skornir tómatar

1 dós Hunt’s tómato paste tómatmauk

2 msk Oscar kjötkraftur

1 bolli vatn

salt og pipar

Gratín

1 bolli rifinn ostur

Leiðbeiningar

1Sjóðið spaghettí eftir leiðbeiningum á pakkanum ásamt lárviðarlaufinu og veltið svo spaghettíinu upp úr smjörinu.

2Blandið saman hakki, steinselju, tveimur hvítlauksrifjum, eggi, brauðraspi, parmesanosti, salti og pipar og mótið bollur.

3Hitið ólífuolíuna á djúpri pönnu og steikið laukinn og hvítlaukinn. Bætið tómatmaukinu út í ásamt tómötunum, kjötkraftinum, vatninu, salti og pipar.

4Setjið bollurnar út í sósuna og látið malla í um 6 mínútur.

5Hellið spaghettíi i eldfast mót, hellið kjötbollum í sósunni ofan á og stráið að lokum rifna ostinum yfir.

6Setjið í ofn við 190° þar til osturinn er gullinbrúnn.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Processed with VSCO with  preset

Linsubauna bolognese með tómötum, pestó og spínati

Þetta Bolognese er eitt af því besta sem ég hef gert. Það vill svo til að það er vegan og einfalt í gerð.

PASTA-6

Partý Pasta Salatið

Þessi réttur er himnasending fyrir veisluna því hann er svo einfaldur og ódýr í innkaupum.

supa

Tómatsúpa

Þessi súpa er svo frábær því hún er ótrúlega bragðgóð, einföld og fljót í eldun, geymist vel og fer vel með budduna.