Hjónabandssæla með döðlumauki

  , , ,   

nóvember 8, 2019

Þessi hjónabandssæla er hinsvegar aðeins öðruvísi en þessi hefðbundna en fer þó ekkert allt of langt frá henni. Döðlur passa fullkomlega með höfrunum og satt best að segja fattar enginn að þessi dásemd er vegan.

  • Undirbúningur: 5 mín
  • Eldun: 45 mín
  • 5 mín

    45 mín

    50 mín

Hráefni

250g döðlur frá Rapunzel

1 tsk sítrónusafi

240g vegan smjör mjúkt

100g Cristallino sykur frá Rapunzel

100g Rapadura sykur frá Rapunzel

150g fínvalsað haframjöl frá Rapunzel

280g hveiti eða lífrænt fínmalað spelt

1 og 1/2 tsk matarsódi

3 msk Oatly barista haframjólk

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 180°C

2Setjið döðlurnar í lítinn pott og látið vatn fljóta yfir. látið suðu koma upp og sjóðið í 5 mín.

3Setjið döðlurnar ásamt örlitlu af vatninu og sítrónusafanum í matvinnsluvél og maukið vel. Einnig er hægt að nota töfrasprota í verkið.

4Setjið vegan smjör, sykur, hafra, hveiti, matarsóda og Oatly haframjólk í miðlungsstóra skál og hnoðið saman.

5Takið 3/4 af deiginu og þjappið lauslega í form. Ég nota til jafns 20x20cm form á við 24cm hringlaga form.

6Dreifið döðlumaukinu yfir botninn og klípið restinni af deiginu yfir.

7Setjið inn í miðjan ofn og bakið í 40 - 45 mín eftir ofnum

8Þessi smakkast ofurvel með þeyttum sojarjóma eða Oatly ís

Uppskrift frá Völlu á GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Marengskaka með rjómaostakremi og súkkulaðibúðingi

Fjögurra laga kaka sem allir munu falla fyrir.

Sítrónu- og bláberjamuffins

Hér koma sykurlausar og sumarlegar sítrónu og bláberja muffins. Fullkomnar í nestisboxið á leikjanámskeiðið eða bara með kaffinu.

Vegan gulrótarköku muffins með pekanhnetum

Þessar muffins eru ótrúlega auðveldar og þægilegar. Þær eru vegan og henta því einnig mörgum með ofnæmi eða óþol. Það er hægt að frysta þær og taka út eftir þörfum og skella í nestisboxið. Í þeim eru pekanhnetur en það má skipta þeim út fyrir aðrar hnetur eða hreinlega bara sleppa þeim.