fbpx

Heilgrillaður lambahryggur og meðlæti

Þessi lambahryggur er eitthvað sem þið verðið að prófa! Að pensla hann með Caj P grillolíu og elda á útigrillinu er svakalega gott.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Lambahryggur
 Lambahryggur (um 2,5 kg)
 Caj P Original grillolía
 Lambakjötskrydd
 Álbakki
Sætkartöflufranskar
 3 stórar sætar kartöflur
 5 msk. ólífuolía
 Salt og pipar
 Parmesanostur
 Kóríander
Köld grillsósa
 300 g sýrður rjómi
 30 g Tabasco Sriracha sósa
 ½ lime (safinn)
 1 tsk. salt
 1 msk. saxað kóríander

Leiðbeiningar

Lambahryggur
1

Leyfið hryggnum að standa við stofuhita í að minnsta kosti klukkustund áður en hann fer á grillið.

2

Skerið í skorpuna niður með hryggnum beggja vegna og síðan á ská í báðar áttir til að olían og kryddið njóti sín sem best og skorpan verði stökk.

3

Penslið allan hrygginn vel með Caj P olíunni, kryddið þar á eftir og færið yfir á álbakka.

4

Grillið við óbeinan hita (um 190-200°C), við erum með 3 brennara og slökktum á miðjubrennaranum og settum hrygginn þar og pössuðum að hitinn færi ekki yfir 200°.

5

Hryggurinn er tilbúinn þegar kjarnhiti sýnir um 65-70° en þessi hryggur var í klukkustund á grillinu og var alveg fullkominn, örlítið bleikur á breiðari endanum og eldaður í gegn á þeim mjórri svo allir fengu kjöt eldað eins og þeir vildu.

6

Hvílið kjötið í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið skerið í það.

Sætkartöflufranskar
7

Flysjið kartöflurnar og skerið þær langsum til helminga. Skerið þær síðan niður í mjóar lengjur/franskar (um 1 x 1 cm).

8

Veltið þeim upp úr ólífuolíu og kryddi og dreifið úr á tvær bökunarskúffur með bökunarpappír.

9

Bakið í 200° gráðu heitum ofni í um 25-30 mínútur eða þar til þær verða mjúkar að innan og stökkar að utan (snúið nokkrum sinnum á eldunartímanum).

10

Þegar ykkur finnst þær vera tilbúnar má rífa vel af parmesanosti yfir þær og baka aftur í örfáar mínútur.

11

Saxið síðan kóríander og stráið yfir þær þegar þið berið þær á borð.

Köld grillsósa
12

Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.


Uppskrift frá Berglindi á gotteri.is

DeilaTístaVista

Hráefni

Lambahryggur
 Lambahryggur (um 2,5 kg)
 Caj P Original grillolía
 Lambakjötskrydd
 Álbakki
Sætkartöflufranskar
 3 stórar sætar kartöflur
 5 msk. ólífuolía
 Salt og pipar
 Parmesanostur
 Kóríander
Köld grillsósa
 300 g sýrður rjómi
 30 g Tabasco Sriracha sósa
 ½ lime (safinn)
 1 tsk. salt
 1 msk. saxað kóríander

Leiðbeiningar

Lambahryggur
1

Leyfið hryggnum að standa við stofuhita í að minnsta kosti klukkustund áður en hann fer á grillið.

2

Skerið í skorpuna niður með hryggnum beggja vegna og síðan á ská í báðar áttir til að olían og kryddið njóti sín sem best og skorpan verði stökk.

3

Penslið allan hrygginn vel með Caj P olíunni, kryddið þar á eftir og færið yfir á álbakka.

4

Grillið við óbeinan hita (um 190-200°C), við erum með 3 brennara og slökktum á miðjubrennaranum og settum hrygginn þar og pössuðum að hitinn færi ekki yfir 200°.

5

Hryggurinn er tilbúinn þegar kjarnhiti sýnir um 65-70° en þessi hryggur var í klukkustund á grillinu og var alveg fullkominn, örlítið bleikur á breiðari endanum og eldaður í gegn á þeim mjórri svo allir fengu kjöt eldað eins og þeir vildu.

6

Hvílið kjötið í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið skerið í það.

Sætkartöflufranskar
7

Flysjið kartöflurnar og skerið þær langsum til helminga. Skerið þær síðan niður í mjóar lengjur/franskar (um 1 x 1 cm).

8

Veltið þeim upp úr ólífuolíu og kryddi og dreifið úr á tvær bökunarskúffur með bökunarpappír.

9

Bakið í 200° gráðu heitum ofni í um 25-30 mínútur eða þar til þær verða mjúkar að innan og stökkar að utan (snúið nokkrum sinnum á eldunartímanum).

10

Þegar ykkur finnst þær vera tilbúnar má rífa vel af parmesanosti yfir þær og baka aftur í örfáar mínútur.

11

Saxið síðan kóríander og stráið yfir þær þegar þið berið þær á borð.

Köld grillsósa
12

Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

Heilgrillaður lambahryggur og meðlæti

Aðrar spennandi uppskriftir