tomat
tomat

Gulrótar- og tómatsúpa með kókosmjólk

  ,   ,

nóvember 11, 2015

Einföld, ódýr og góð gulrótar- og tómatsúpa með kókosmjólk.

  • Fyrir: 4-6

Hráefni

1 msk kókosolía eða ólívuolía

1 laukur, hakkaður

2 hvítlauksrif, hökkuð

1 tsk túrmerik

10 gulrætur, skolaðar og sneiddar

1 dós (400 g) plómutómatar eða um 5 hakkaðir ferskir tómatar

vatn, nóg til að fljóti yfir

sjávarsalt og svartur pipar

1 dós (400 g) kókosmjólk

Leiðbeiningar

1Hitið olíu í potti.

2Bætið lauki, hvítlauki og túrmerik í pottinn og steikið við vægan hita þar til mjúkt.

3Bætið gulrótum og tómötum í pottinn og eldið í um mínútu, hrærið í pottinum á meðan.

4Hellið vatni yfir þannig að rétt fljóti yfir og kryddið með sjávarsalti og pipar.

5Látið sjóða við vægan hita í 15-20 mínútur eða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar.

6Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél, bætið síðan kókosmjólk saman við og smakkið til.

7Ef súpan er bragðdauf getur verið gott að setja smá grænmetis- eða kjúklingakraft í hana.

Uppskrift frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

DSC05026

Grillaðar gulrætur í mangó chutney

Sætar og krönsí grillaðar gulrætur.

DSC05028 (Large)

Grillað blómkál

Hunangsmarinerað blómkál með parmesanosti.

DSC05024 (Large)

Grillaður aspas með rjómaosti og Ritz kexi

Aspas með saltkexi, rjómaost og bbq sósu á grillið.