fbpx

Gulrótar- og tómatsúpa með kókosmjólk

Einföld, ódýr og góð gulrótar- og tómatsúpa með kókosmjólk.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 msk kókosolía eða ólívuolía
 1 laukur, hakkaður
 2 hvítlauksrif, hökkuð
 1 tsk túrmerik
 10 gulrætur, skolaðar og sneiddar
 1 dós (400 g) plómutómatar eða um 5 hakkaðir ferskir tómatar
 vatn, nóg til að fljóti yfir
 sjávarsalt og svartur pipar
 1 dós (400 g) kókosmjólk

Leiðbeiningar

1

Hitið olíu í potti.

2

Bætið lauki, hvítlauki og túrmerik í pottinn og steikið við vægan hita þar til mjúkt.

3

Bætið gulrótum og tómötum í pottinn og eldið í um mínútu, hrærið í pottinum á meðan.

4

Hellið vatni yfir þannig að rétt fljóti yfir og kryddið með sjávarsalti og pipar.

5

Látið sjóða við vægan hita í 15-20 mínútur eða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar.

6

Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél, bætið síðan kókosmjólk saman við og smakkið til.

7

Ef súpan er bragðdauf getur verið gott að setja smá grænmetis- eða kjúklingakraft í hana.


Uppskrift frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 msk kókosolía eða ólívuolía
 1 laukur, hakkaður
 2 hvítlauksrif, hökkuð
 1 tsk túrmerik
 10 gulrætur, skolaðar og sneiddar
 1 dós (400 g) plómutómatar eða um 5 hakkaðir ferskir tómatar
 vatn, nóg til að fljóti yfir
 sjávarsalt og svartur pipar
 1 dós (400 g) kókosmjólk

Leiðbeiningar

1

Hitið olíu í potti.

2

Bætið lauki, hvítlauki og túrmerik í pottinn og steikið við vægan hita þar til mjúkt.

3

Bætið gulrótum og tómötum í pottinn og eldið í um mínútu, hrærið í pottinum á meðan.

4

Hellið vatni yfir þannig að rétt fljóti yfir og kryddið með sjávarsalti og pipar.

5

Látið sjóða við vægan hita í 15-20 mínútur eða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar.

6

Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél, bætið síðan kókosmjólk saman við og smakkið til.

7

Ef súpan er bragðdauf getur verið gott að setja smá grænmetis- eða kjúklingakraft í hana.

Gulrótar- og tómatsúpa með kókosmjólk

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Vegan ostasalatOstasalöt eru oft vinsæl á veisluborði. Um helgina var haldið uppá 90 ára afmæli hjá ömmu minni og kom öll…
MYNDBAND
Spæsí chipotle salatÓtrúlega ferskt og gott salat með spæsí tófú, maísbaunum og jalapeno dressingu. Algjör bragðlauka bomba! Við getum sagt að þetta…