Print Options:
Gulrótar- og tómatsúpa með kókosmjólk

Magn1 skammtur

Einföld, ódýr og góð gulrótar- og tómatsúpa með kókosmjólk.

 1 msk kókosolía eða ólívuolía
 1 laukur, hakkaður
 2 hvítlauksrif, hökkuð
 1 tsk túrmerik
 10 gulrætur, skolaðar og sneiddar
 1 dós (400 g) plómutómatar eða um 5 hakkaðir ferskir tómatar
 vatn, nóg til að fljóti yfir
 sjávarsalt og svartur pipar
 1 dós (400 g) kókosmjólk
1

Hitið olíu í potti.

2

Bætið lauki, hvítlauki og túrmerik í pottinn og steikið við vægan hita þar til mjúkt.

3

Bætið gulrótum og tómötum í pottinn og eldið í um mínútu, hrærið í pottinum á meðan.

4

Hellið vatni yfir þannig að rétt fljóti yfir og kryddið með sjávarsalti og pipar.

5

Látið sjóða við vægan hita í 15-20 mínútur eða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar.

6

Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél, bætið síðan kókosmjólk saman við og smakkið til.

7

Ef súpan er bragðdauf getur verið gott að setja smá grænmetis- eða kjúklingakraft í hana.

Nutrition Facts

Serving Size 4-6