Ferskir maískólfar með rjómaostablöndu

  , ,   

júlí 13, 2020

Sumarlegt, gott og passar sérlega vel með grillmatnum.

  • Fyrir: 2

Hráefni

2 ferskir maískólfar

1-2 msk smjör

2 msk Heinz majónes

2 msk Philadelpia rjómaostur

Cayenne pipar eftir smekk

Salt

Ferskur parmesan ostur eftir smekk

1 msk ferskur kóríander, smátt saxaður

Leiðbeiningar

1Skerið laufblöðin af maískólfunum með því að skera af efsta hlutann af því (þar sem maískólfinn er minnstur um sig) og flettið laufblöðunum af þeim.

2Leggið maískólfana í eldfast mót, dreifið smjörinu ofan á þá og bakið í 30 mínútur við 190°C. Ég mæli með að snúa þeim 2 sinnum á meðan þeir eru að bakast.

3Hrærið saman majónesi, rjómaosti, cayenne pipar, salti og kóríander.

4Smyrjið blöndunni á maískólfanna þegar þeir eru búnir að bakast og dreifið parmesan osti yfir þá. Gott að toppa með ferskum kóríander.

Uppskrift frá Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Spicy Tófú spjót

Hér kemur æðisleg grill uppskrift, Tófú spjót og sósa með.

Asískt núðlusalat með teriyaki dressingu

Einfaldur og fljótlegur kvöldmatur í léttari kantinum