fbpx

Einfalt og stórgott lasagna

Klassískt lasagna sem er einfalt og stórgott.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 bakki nautahakk (um 500 g)
 1 laukur, hakkaður
 salt og pipar
 1 dós góð pastasósa (ég var með Hunt´s pastasósu í glerkrukku með bragðtegundinni garlic & herb)
 1 dós sýrður rjómi
 1 grænmetisteningur
 1 stór dós kotasæla
 lasagnaplötur
 rifinn ostur

Leiðbeiningar

1

Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann byrjar að mýkjast. Bætið nautahakkinu á pönnuna og kryddið með pipar og salti.

2

Hellið pastasósunni og sýrða rjómanum yfir og hrærið saman. Setjið grænmetistening út í og látið sjóða við vægan hita um stund (10 mínútur duga en ef þú hefur tímann með þér þá er um að gera að leyfa kjötsósunni að sjóða lengur).

3

Setjið til skiptis í eldfast mót lasagnaplötur, kjötsósu og kotasælu. Þú ættir að ná tveim til þrem lögum miðað við meðalstórt mót.

4

Stráið rifnum osti yfir og bakið við 200° í um 20 mínútur.


Uppskrift frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 bakki nautahakk (um 500 g)
 1 laukur, hakkaður
 salt og pipar
 1 dós góð pastasósa (ég var með Hunt´s pastasósu í glerkrukku með bragðtegundinni garlic & herb)
 1 dós sýrður rjómi
 1 grænmetisteningur
 1 stór dós kotasæla
 lasagnaplötur
 rifinn ostur

Leiðbeiningar

1

Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann byrjar að mýkjast. Bætið nautahakkinu á pönnuna og kryddið með pipar og salti.

2

Hellið pastasósunni og sýrða rjómanum yfir og hrærið saman. Setjið grænmetistening út í og látið sjóða við vægan hita um stund (10 mínútur duga en ef þú hefur tímann með þér þá er um að gera að leyfa kjötsósunni að sjóða lengur).

3

Setjið til skiptis í eldfast mót lasagnaplötur, kjötsósu og kotasælu. Þú ættir að ná tveim til þrem lögum miðað við meðalstórt mót.

4

Stráið rifnum osti yfir og bakið við 200° í um 20 mínútur.

Einfalt og stórgott lasagna

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
USA kjúklingurÍ sumar pantaði ég grillaðan kjúkling á einum af veitingastöðunum þar og fékk í fyrsta sinn „Creamy Corn“ eða rjómakennt…