fbpx

Eftirréttur með tvöföldum skammti af Oreo

Ofureinfaldur og ljúffengur eftirréttur með Oreo kexi.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botn
 8 Golden Oreo-kex, fínsaxað
 2 msk bráðið smjör
Búðingur
 50g hvítt súkkulaði
 1 1/4 bolli nýmjólk
 1/4 bolli sykur
 1 msk maizena
 1/2 tsk vanilludropar
 1/2 msk smjör
 5 Oreo-kex
Ofan á
 þeyttur rjómi
 1 Golden Oreo-kex, fínsaxað

Leiðbeiningar

Botn
1

Blandið Oreo-kexinu og smjörinu saman og deilið því á milli 4 eftirréttaglasa. Þrýstið blöndunni í botninn og setjið til hliðar.

Búðingur
2

Bræðið súkkulaðið í potti yfir lágum hita. Hrærið stanslaust svo það brenni ekki við.

3

Hrærið mjólk, sykri og maizena saman við og hækkið hitann aðeins. Leyfið blöndunni að sjóða og hrærið stöku sinnum í henni þangað til hún þykknar, eða í um 10 mínútur.

4

Takið pottinn af hellunni og blandið smjöri og vanilludropum saman við. Leyfið blöndunni að kólna aðeins og blandið svo Oreo-kexinu varlega saman við.

5

Deilið búðingnum á milli glasanna og setjið þau inn í ísskáp í klukkustund.

Ofan á
6

Þeytið rjóma og sprautið honum ofan á búðinginn. Drissið kexmylsnu yfir.


OREO Golden varan er hætt, mælum með að nota OREO Original í staðinn. Uppskrift frá Lilju Katrín á Blaka.

DeilaTístaVista

Hráefni

Botn
 8 Golden Oreo-kex, fínsaxað
 2 msk bráðið smjör
Búðingur
 50g hvítt súkkulaði
 1 1/4 bolli nýmjólk
 1/4 bolli sykur
 1 msk maizena
 1/2 tsk vanilludropar
 1/2 msk smjör
 5 Oreo-kex
Ofan á
 þeyttur rjómi
 1 Golden Oreo-kex, fínsaxað

Leiðbeiningar

Botn
1

Blandið Oreo-kexinu og smjörinu saman og deilið því á milli 4 eftirréttaglasa. Þrýstið blöndunni í botninn og setjið til hliðar.

Búðingur
2

Bræðið súkkulaðið í potti yfir lágum hita. Hrærið stanslaust svo það brenni ekki við.

3

Hrærið mjólk, sykri og maizena saman við og hækkið hitann aðeins. Leyfið blöndunni að sjóða og hrærið stöku sinnum í henni þangað til hún þykknar, eða í um 10 mínútur.

4

Takið pottinn af hellunni og blandið smjöri og vanilludropum saman við. Leyfið blöndunni að kólna aðeins og blandið svo Oreo-kexinu varlega saman við.

5

Deilið búðingnum á milli glasanna og setjið þau inn í ísskáp í klukkustund.

Ofan á
6

Þeytið rjóma og sprautið honum ofan á búðinginn. Drissið kexmylsnu yfir.

Eftirréttur með tvöföldum skammti af Oreo

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SúkkulaðisamlokurVirkilega skemmtileg og öðruvísi „smákaka“ sem er í raun brownie kaka með súkkulaði- og heslihnetukremi, NAMM með stóru N-i!