Dúnamjúkt túnfiskasalat með rjómaosti

  , ,   

júlí 5, 2019

Túnfisksalat eftir Lindu Ben.

Hráefni

1 dós túnfiskur í olíu

½ rauðlaukur smátt skorinn

½ gul paprika

4 stk egg

3 msk Heinz mayonnaise

3 msk hreinn Philadelphia rjómaostur

Salt og pipar

Leiðbeiningar

1Sjóðið eggin þar til þau eru harðsoðin (8 mín) og kælið þau svo niður.

2Hellið allri auka olíu af túnfiskinum og setjið hann svo í skál, tætið hann niður svo það séu engir kekkir.

3Skerið rauðlaukinn og paprikuna mjög smátt niður. Bætið því út í skálina ásamt Philadelphia rjómaosti og blandið saman. Skerið eggin niður smátt og blandið saman við.

4Setjið því næst mayonnaise og blandið saman. Kryddið með salti og pipar.

5Berið fram með RITZ eða TUC kexi.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Besti hummusinn sem passar með öllu

Það sem gerir hann líka sérlega góðan er sítrónuólífuolían en eftir að ég prófaði að setja hana í stað þessarar hefðbundu mun ég ekki snúa til baka. Þvílík bragðsprengja sem sú olía er.

Gómsætt ostasalat

Hér er að finna klassíska og góða ostasalatið sem margir þekkja með örlitlu öðru sniði. Salatið er fullkomið hvort sem það er á Tuc kexið eða ofan á nýbakað brauð. Algjört sælgæti svo ekki sé meira sagt!

Camembert með döðlusírópi og beikoni

Guðdómlegur bakaður camembert með döðlusírópi og beikoni.