Print Options:
Dúnamjúkt túnfiskasalat með rjómaosti

Magn1 skammtur

Túnfisksalat eftir Lindu Ben.

 1 dós túnfiskur í olíu
 ½ rauðlaukur smátt skorinn
 ½ gul paprika
 4 stk egg
 3 msk Heinz mayonnaise
 3 msk hreinn Philadelphia rjómaostur
 Salt og pipar
1

Sjóðið eggin þar til þau eru harðsoðin (8 mín) og kælið þau svo niður.

2

Hellið allri auka olíu af túnfiskinum og setjið hann svo í skál, tætið hann niður svo það séu engir kekkir.

3

Skerið rauðlaukinn og paprikuna mjög smátt niður. Bætið því út í skálina ásamt Philadelphia rjómaosti og blandið saman. Skerið eggin niður smátt og blandið saman við.

4

Setjið því næst mayonnaise og blandið saman. Kryddið með salti og pipar.

5

Berið fram með RITZ eða TUC kexi.