Chili hamborgari

  , ,   

febrúar 28, 2018

Chili hamborgari með portobellosvepp.

Hráefni

Portobellosveppir

8 portobello sveppir

3 msk Filippo Berio Extra Virgin ólífuolía

4 msk sesamfræ

1 tsk salt

Kjöt

500 gr nautahakk

2 msk Blue Dragon Minced Hot Chilli

salt og pipar

Chilisósa

1 dós Oatly sýrður rjómi

3 tsk Blue Dragon Minced Hot Chilli

2 stk hvítlauksrif

salt og pipar

Meðlæti

Oatly hafrasmurostur

Salat, tómatur og rauðlaukur

Leiðbeiningar

1Takið stilkinn af portobello sveppunum, veltið upp úr ólífuolíunni, sáldrið salti og sesamfræjum yfir og bakið við 180 gráður í 15 mínútur

2Blandið saman nautahakki og chilimauki, kryddið með salti og pipar, mótið 4 hamborgara og steikið á heitri grillpönnu

3Setjið Oatly smurostinn ofan á hamborgarana

Chilisósa:

1Blandið saman sýrðum rjóma, chilimauki og pressuðum hvítlauk. Smakkið til með salti og pipar

2Raðið saman hamborgaranum á eftirfarandi hátt: portobello sveppur, hamborgari, chilisósa, salat, tómatar, rauðlaukur og að lokum portobello sveppur

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Grilluð vegan samloka með djúsí áleggi og kaldri sósu

Þegar þig langar í eitthvað almennilega djúsí en vilt sneiða hjá dýraafurðum er þessi samloka algjörlega málið.

Stökkur kjúklingaborgari

Stökkur kjúklingaborgari með hrásalati í hunangs- og sinnepssósu.

Nauta bruchetta

Súrdeigsbrauð með hvítlaukssósu og grilluðu nautakjöti.