Brauðterta með rækjum og reyktum silungi

    

október 22, 2019

Ein besta brauðterta allra tíma með rækjum, silung og rjómaosti.

  • Undirbúningur: 20 mín
  • Eldun: 20 mín
  • 20 mín

    20 mín

    40 mín

  • Fyrir: 8-12

Hráefni

4 sneiðar af stóru brauðtertubrauð

400 g Heinz majónes

200 g Philadelphia rjómaostur

250 g reyktur silungur, smátt skorinn

250 g Sælkerafisks rækjur

5 stk egg, soðin og smátt skorin

2 tsk Oscar grænmetiskraftur

6 msk Heinz majónes

3 msk Philadelphia rjómaostur

Hvítlauksspírur og annað til að skreyta

Leiðbeiningar

1Hrærið rjómaostinn og majónesið vel saman . Bætið grænmetiskraftinum saman við blönduna. Setjið silunginn, rækjurnar og eggin út í og blandið vel saman.

2Mótið brauðtertuna í smelluformi. Setjið fyrst lag af brauði í botninn á smellurforminu og síðan til skiptis salat og brauð, þrjú lög af salati og fjögur af brauði.

3Takið brauðtertuna úr smelluforminu og smyrjið hana með rjómaost- og majónesblöndu.

4Skreytið með sítrónu, silungi og dilli.

5Kryddið með svörtum pipar.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Jalapenó osta fylltir grillaðir bbq hamborgarar

Jalapenó osta fylltir grillaðir BBQ hamborgarar eru ótrúlega djúsí og fyrst og fremst hrikalega bragðgóðir.

Falafel vefjur

Þessar falafel vefjur eru einstaklega bragðgóðar og djúsí, ekki skemmir svo fyrir hversu einfalt og fljótlegt það er að smella þeim saman.