BBQ vefjur með rifnu svínakjöti

  ,   

nóvember 23, 2020

BBQ svínakjöt í vegju þar sem svínakjötið er hægeldað upp úr bjór sem gerir það að verkum að það verður einstaklega safaríkt og mjúkt.

  • Fyrir: 10 vefjur

Hráefni

Hægeldað svínakjöt í BBQ (sjá uppskrift)

Hrásalat (sjá uppskrift)

Salat

Rauðlaukur

Kóríander

Um 10 stk. Mission Wrap vefjur með grillrönd

Sætkartöflu-franskar (meðlæti)

Hægeldað svínakjöt

Um 1,5 kg svínahnakki

1 msk. season all krydd/svínakjötskrydd

50 g púðursykur

1 msk. salt

1 tsk. hvítlauksduft

½ tsk. pipar

3 msk. Filippo Berio ólífuolía

1 flaska Stella Artois bjór (330 ml)

250 ml vatn

1 msk. kjötkraftur frá OSCAR

½ flaska Sweet BBQ sósa frá Heinz

Hrásalat

Um 200 g hvítkál (skorið í þunna strimla)

Um 70 g rauðkál (skorið í þunna strimla)

Um 70 g gulrætur (skornar í þunna strimla)

100 g sýrður rjómi

80 g Heinz majónes

1 tsk. hvítvínsedik

1 msk. sykur

Salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk

Leiðbeiningar

1Hitið vefjurnar á pönnu eða í álpappír í ofni.

2Raðið öllu saman í vefjuna eftir smekk og berið fram með sætkartöflu-frönskum.

Hægeldað svínakjöt

1Hitið ofninn í 150°C.

2Nuddið season all kryddi/svínakjötskryddi á svínahnakkann og setjið í stóran pott með loki sem má fara í ofninn.

3Hrærið púðursykri, öðrum kryddum, ólífuolíu, bjór, vatni og kjötkrafti saman í skál og hellið yfir kjötið í pottinum.

4Setjið lokið á pottinn og inn í ofn í 5-6 klukkustundir, gott er að snúa kjötinu 2-3 x á meðan svo allar hliðar fái að liggja í vökvanum.

5Þegar kjötið er tilbúið má rífa það niður með göfflum, setja í skál, hella því sem eftir er af soðinu í pottinum yfir og bæta BBQ sósunni við. Hægt er að setja meira eða minna af BBQ sósunni eftir smekk.

Hrásalat

1Hrærið saman majónesi, sýrðum rjóma, ediki og sykri, kryddið eftir smekk.

2Hrærið síðan öllu saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

Uppskrift frá Gotterí.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Heilgrillaður lambahryggur og meðlæti

Þessi lambahryggur er eitthvað sem þið verðið að prófa! Að pensla hann með Caj P grillolíu og elda á útigrillinu er svakalega gott.

Ómótstæðilegt Lamb Madras með spínati, blómkáli og tómötum

Það er svo dásamlegt að getað skellt í indverska rétti með litlum fyrirvara með smá aðstoð frá Patak’s. Þessi lambaréttur er ótrúlega bragðmikill og góður. Það er smá hiti í sósunni en það er alveg hægt að dempa hana með smá hreinu jógúrti.

Udon núðlur frá Asíu

Hér er á ferðinni ofureinfaldar núðlur með nautakjöti, brokkoli og Hoi sin sósu. Mér finnst best að elda bita af nautalund/nautakjöti og skera það síðan í þunnar sneiðar og bæta út í rétt í lokin.