Bakað bauna taquitos

    

mars 8, 2021

Vefjur með grænmetis- og baunafyllingu, bakað í ofni með osti.

  • Fyrir: 3-4

Hráefni

2 dósir svartar baunir eða nýrnabaunir

1/2 rauðlaukur, saxaður

3 hvítlauksrif

1 paprika, smátt skorin

1 tsk chilíduft

1 tsk reykt paprikukrydd

1/2 tsk cumin (ekki kúmen)

klípa af cayenne pipar

salt og pipar

safi úr 1 límónu

1 pakki Mission tortillur

mozzarellaostur, rifinn

Meðlæti til dæmis: tómatar, avacado, kál, sýrður rjómi, agúrka, ferskt kóríander, guagamole.

Pam olía

Leiðbeiningar

1Hellið vökvanum af baununum frá og hitið á pönnu ásamt lauk, hvítlauk, papriku, cumin, cayenne, salt og pipar. Kreistið límónusafanum yfir og hitið í 5 mínútur.

2Látið ríflegt magn af mozzarella osti yfir tortillurnar og setjið baunirnar þar yfir. Rúllið þeim upp og látið í ofnfast mót.

3Spreyjið PAM olíu yfir tortillurnar og látið ost yfir.

4Eldið í 15-20 mínútur í 190°c heitum ofni.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ferskt Thai tófú salat

Tælenskt salat með mísó sósu.

Bragðmikil Marokkósk panna með linsum, feta og tómötum

Þessi réttur er alveg dásamlegur, þarfnast smá undirbúnings en að öðru leyti afar einfaldur.

Blómkáls taco með bbq sósu & hrásalati

Fljótleg, einföld og ljúffeng uppskrift að grænmetis taco. Taco með ofnbökuðu blómkáli í bbq sósu, spæsí hrásalati og avókadó. Skotheld og djúsí blanda!