IMG_6546
IMG_6546

Austurlensk kjúklingasúpa með kókosmjólk og chilí

  ,

nóvember 18, 2015

Heilnæm, holl og bragðmikil austurlensk súpa.

Hráefni

900 ml kjúklingasoð (eða 900 ml vatn + 2 kjúklingateningar)

400 ml kókosmjólk

1 tsk sykur

1-2 tsk chilímauk, t.d. minched chily frá Blue dragon

1 tsk hvítlauksmauk, t.d. minched garlic frá Blue dragon

fínrifinn börkur af 1 lime

2 msk límónusafi

1 kjúklingabringa, elduð og skorin í litla bita

200 g sveppir

1 tómatur, saxaður

2 msk fiskisósa, t.d. fish sauce frá Blue dragon

½ búnt kóríander, saxað

Leiðbeiningar

1Setjið kjúklingasoð og kókosmjólk saman í pott og hitið við vægan hita. Hrærið sykri, chilí- og hvítlauksmauki saman við ásamt fínrifnum berki af límónu. Setjið lokið á pottinn og hitið að suðu. Bætið kjúklingi, sveppum og tómati út í og hrærið af og til í súpunni í ca. 5 mínútur. Bætið að lokum límónusafa og fiskisósunni saman við súpuna í lokin. Berið fram og njótið.

2Til að gera súpuna enn matarmeiri er kjörið að bæta saman við hana soðnum núðlum.

Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

DSC06040

Heinz chilisúpa

Skólastjórasúpan svokallaða sem allir elska og einfalt er að gera.

DSC05936

Asískt kjúklingasalat

Bragðmikið kjúklingasalat með kryddjurtadressingu.