fbpx

Austurlensk kjúklingasúpa með kókosmjólk og chilí

Heilnæm, holl og bragðmikil austurlensk súpa.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 900 ml kjúklingasoð (eða 900 ml vatn + 2 kjúklingateningar)
 400 ml kókosmjólk
 1 tsk sykur
 1-2 tsk chilímauk, t.d. minched chily frá Blue dragon
 1 tsk hvítlauksmauk, t.d. minched garlic frá Blue dragon
 fínrifinn börkur af 1 lime
 2 msk límónusafi
 1 kjúklingabringa, elduð og skorin í litla bita
 200 g sveppir
 1 tómatur, saxaður
 2 msk fiskisósa, t.d. fish sauce frá Blue dragon
 ½ búnt kóríander, saxað

Leiðbeiningar

1

Setjið kjúklingasoð og kókosmjólk saman í pott og hitið við vægan hita. Hrærið sykri, chilí- og hvítlauksmauki saman við ásamt fínrifnum berki af límónu. Setjið lokið á pottinn og hitið að suðu. Bætið kjúklingi, sveppum og tómati út í og hrærið af og til í súpunni í ca. 5 mínútur. Bætið að lokum límónusafa og fiskisósunni saman við súpuna í lokin. Berið fram og njótið.

2

Til að gera súpuna enn matarmeiri er kjörið að bæta saman við hana soðnum núðlum.


Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

DeilaTístaVista

Hráefni

 900 ml kjúklingasoð (eða 900 ml vatn + 2 kjúklingateningar)
 400 ml kókosmjólk
 1 tsk sykur
 1-2 tsk chilímauk, t.d. minched chily frá Blue dragon
 1 tsk hvítlauksmauk, t.d. minched garlic frá Blue dragon
 fínrifinn börkur af 1 lime
 2 msk límónusafi
 1 kjúklingabringa, elduð og skorin í litla bita
 200 g sveppir
 1 tómatur, saxaður
 2 msk fiskisósa, t.d. fish sauce frá Blue dragon
 ½ búnt kóríander, saxað

Leiðbeiningar

1

Setjið kjúklingasoð og kókosmjólk saman í pott og hitið við vægan hita. Hrærið sykri, chilí- og hvítlauksmauki saman við ásamt fínrifnum berki af límónu. Setjið lokið á pottinn og hitið að suðu. Bætið kjúklingi, sveppum og tómati út í og hrærið af og til í súpunni í ca. 5 mínútur. Bætið að lokum límónusafa og fiskisósunni saman við súpuna í lokin. Berið fram og njótið.

2

Til að gera súpuna enn matarmeiri er kjörið að bæta saman við hana soðnum núðlum.

Austurlensk kjúklingasúpa með kókosmjólk og chilí

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
USA kjúklingurÍ sumar pantaði ég grillaðan kjúkling á einum af veitingastöðunum þar og fékk í fyrsta sinn „Creamy Corn“ eða rjómakennt…
MYNDBAND
Klassískt sesarsalatHér er uppskrift að afar góðu sesarsalati. Uppskriftin er einföld og inniheldur romain salat, kjúkling í hvítlauks BBQ Caj P…