Djúpsteiktar kjúklingalundir með sinnepssósu

Það er þannig með allt sem er djúpsteikt að það er auðvitað guðdómlegt. Sinnepssósan passar undurvel með þessu og nú mæli ég með því að þið prófið! Þessi réttur getur síðan ýmist verið snarl með góðum leik eða sem kvöldmatur, hádegismatur eða hvað sem ykkur dettur í hug!

Skoða nánar
 

Kjúklingur með parmaskinku og mozzarella

Kjúklingabringur með ferskum mozzarella og basilíku, vafðar inní parmaskinku og þaktar með panko- og parmesan hjúpi. Það getur bara ekki klikkað. Fullkominn matur til að gera vel við sig. Gott að bera fram með kartöflum, salati og ísköldu rósavíni. Nammi!

Skoða nánar
 

Jalapeño „Poppers“

Þegar maður tekur rjómaostafyllt jalapeño á næsta stig verður útkoman hreint út sagt stórkostleg! Að bæta við kjúkling gerir þetta matarmeira og þetta passar allt ótrúlega vel saman.

Skoða nánar
 

Gnocchi baka

Gnocchi er þéttara í sér og stífara undir tönn en almáttugur þessi baka var undursamleg og virkilega gaman að prófa að breyta aðeins út af vananum með hefðbundið pasta. Ef þetta er ekki ekta kósýmatur þá veit ég ekki hvað!

Skoða nánar
 

Klassískt sesarsalat

Hér er uppskrift að afar góðu sesarsalati. Uppskriftin er einföld og inniheldur romain salat, kjúkling í hvítlauks BBQ Caj P olíu, heimagerða súrdeigsbrauðteninga, sesarsósu og parmesan ost. Það er einnig gott að bæta við tómötum, ólífum og jafnvel avókadó.

Skoða nánar
 

Súpersalat

Einfalt og gott salat er eitthvað sem maður ætti að útbúa í hverri viku. Smjörsteiktar maísbaunir voru smá tilraun hjá mér og namm hvað það var skemmtileg tilbreyting!

Skoða nánar