Ofur djúsí heimagerður borgari með jalapeno, cheddar osti og dásamlegri hamborgarasósu frá Heinz.
Ofur djúsí heimagerður borgari með jalapeno, cheddar osti og dásamlegri hamborgarasósu frá Heinz.
Einfaldur réttur sem þið verðið að prófa! Stökkar spelt og hafra tortilla með dásamlegu krydduðu grænmeti og kjúklingabaunum, bræddum osti og gómsætri sósu
Ég segi það aldrei nógu oft en ég elska tacos og hér kemur uppskrift að taco með andaconfit. Þetta er í fyrsta skipti sem ég útbý slíkt taco og halelúja hvað það bragðast vel! Mission tortillur fylltar með rauðkálshrásalati með smá appelsínu twisti, granatepla salsa og fetaosti eru jólalegar og bragðgóðar og einfaldar að útbúa. Passar virkilega vel með ísköldum Corona bjór og mun slá gegn í matarboðunum á aðventunni.
Einföld ídýfa sem hentar vel með Maarud snakki.
Þessi samloka sækir innblástur sinn lauslega í jólalagið ‘Þegar Þú Blikkar’ með Herra Hnetusmjör og Björgvin Halldórs. Kjúklingabringur maríneraðar í hnetusmjöri og súrmjólk eru djúpsteiktar, toppaðar með danbo osti og chili gljáa. Svo borið fram í hamborgarabrauði með hvítlaukssósu og rauðkáli.
Hér kemur bragðgóð og einföld uppskrift að quesadillas. Ég elska quesadillas og er það oft á boðstólum heima hjá mér. Hér fylli ég þær með tígrisrækjum, Philadelphia rjómaosti, kokteiltómötum og blaðlauk. Toppa þær svo með majónesi, Tabasco Sriracha sósu og avókadó. Mjög bragðgóður og einfaldur réttur sem klikkar ekki.
Gríðarlega gómsæt og djúsí pizza með buffalo kjúklingi og gráðostasósu. Lykilatriðið er að nota Philadelphia rjómaost í staðinn fyrir pizzasósu en það gerir pizzuna einstaklegs bragðgóða og djúsí.
Gómsæt vefja með mini hamborgurum og BBQ sósu sem er snilld að gera í útilegunni.
Grillaður hamborgari með BBQ beikonsultu og rauðkálssalati.