Þessar dásamlegu döðlukökur eru einn af mínum uppáhalds eftirréttum. Kökurnar eru vinsæll eftirréttur á Englandi þar sem þær kallast Sticky Toffee Pudding en þær eru svo mjúkar og djúsí að þær bráðna upp í manni. Þær eru svo bornar fram með himneskri karamellusósu úr Werther’s karamellum.