Amerískar súkkulaði pönnukökur

  

mars 5, 2021

Þessar amerísku pönnukökur eru smá svona extra djúsí, með smá súkkulaðikeim og ekki sakar að saxa súkkulaði og blanda saman við áður en pönnukökurnar eru steiktar

  • Fyrir: 20stk

Hráefni

350 g hveiti

3 tsk lyftiduft

4 msk Swiss Miss

1 msk kakó

½ tsk salt

1 tsk vanilludropar

1 egg

300 ml ab mjólk

200 ml mjólk

40 g smjör, bráðið

100 g dökkt súkkulaði (ef þú vilt gera þær extra djúsí)

Leiðbeiningar

1Blandið hráefnunum saman í skál og hrærið vel saman, þangað til að deigið er kekklaust.

2Gott er að leyfa deiginu að standa í smá stund áður en það er steikt, leyfa því aðeins að taka sig. Ef þið setjið súkkulaði saman við, saxið það og blandið létt saman við deigið.

3Setjið pönnu á helluna og stillið á meðalháan hita.

4Steikið pönnukökurnar þangað til þær eru farnar að sýna loftbólur í deiginu, þá er þeim snúið við og steiktar í 1-2 mín á hinni hliðinni.

5Berið t.d. fram með hlynsírópi og ferskum ávöxtum.

Uppskrift frá Döðlur og Smjör

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kirsuberja bollakökur

Einfaldar og léttar kirsuberja bollakökur með Pascual jógúrti

Hindberjakókoskaka

Hindberjadraumur með kókostopp.

Bláberja bollakökur

Gómsætar bláberja bollakökur með smjörkremi.