Cappuchino kaka með silkimjúku kaffikremi

    

apríl 28, 2021

Þessi kaka er fullkomin fyrir alla kaffiunnendur. Bökuð í ílöngu formi eins og kryddbrauð en með silkimjúku smjörkremi og kakódufti. Dúnmjúk og bragðgóð með áberandi góðu kaffibragði. Döðlusírópið gefur kökunni mýkt og örlítið karamellubragð.

Hráefni

170 g sykur

240 g hveiti

2 tsk matarsódi

90 g smjör

70 g döðlusíróp frá Rapunzel

2 dl sterkt kaffi

2 stór egg

Kakóduft til þess að dusta yfir kökuna

Kaffikrem

100 g mjúkt smjör

1 bolli flórsykur

Stofuheitt sterkt kaffi, magn eftir smekk.

Leiðbeiningar

1Blandið þurrefnum saman í meðal stóra skál.

2Bræðið smjör í litlum potti. Bætið sírópi og kaffi saman við og hrærið þar til samlagað.

3Hellið smjörblöndunni saman við þurrefnin og að síðustu bætið við eggjunum og hrærið þar til samlagað.

4Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið ílangt kökuform miðlungsstórt eða klæðið að innan með bökunarpappír. Hellið deiginu í formið og bakið í 45 mín eða þar til prjóni sem stungið er í kökuna kemur hreinn út.

5Kælið kökuna á grind. Útbúið kremið og smyrjið yfir kökuna. Dustið kakódufti yfir.

Kaffikrem

1Setjið smjörið í skál og þeytið eins vel og hægt er.

2Bætið flórsykri saman við og setjið 1 msk af kaffi í einu þar til ykkur finnst rétt áferð vera komin.

3Áferðin getur orðið kornótt en haldið áfram að þeyta kremið.

4Ég hef líklega sett um 50ml í allt.

Uppskrift frá Völlu á GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Oreo marengsbomba

Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum. Oreo crumbs er algjör snilld í bakstur og gerir marengsinn extra gómsætan.

Epla crostate með sítrónurjómaosti og Dumle karamellum

Crostata er ítölsk baka eða pie, hér er það með sítrónurjómaosta og Dumle karamellu fyllingu

Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu toblerone

Rababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!