Kirsuberja bollakökur

  

apríl 3, 2021

Einfaldar og léttar kirsuberja bollakökur með Pascual jógúrti

  • Fyrir: 12

Hráefni

Bollakökurnar

120 g smjör

150 g sykur

2 egg

160 g hveiti

1½ tsk lyftiduft

½ tsk salt

2 tsk vanilludropar

1 dós kirsuberjajógúrt (125 ml) frá Pascual

12 kirsuber (fersk eða frosin)

Smjörkrem

200 g smjör

400 g flórsykur

1 tsk vanilludropar

2 msk kakó

1-2 msk rjómi

Leiðbeiningar

Bollakökurnar

1Stillið ofn á 175°c. Þeytið saman smjör og sykur í 1-2 mín.

2Blandið þá eggjunum saman við einu í einu. Vigtið hveitið í skál ásamt lyftiduft og salti.

3Hellið saman við deigið. Bætið út í vanilludropum og jógúrti. Hrærið öllu vel saman.

4Raðið formum á bökunarplötu og setjið væna matskeið af deigi í hvert form, passið þó að formið sé í mesta lagi tveir þriðju fullt. Setjið eitt kirsuber í hverja köku fyrir miðju og þrýstið því niður. Setjið inn í ofn og bakið í 20 mín. Leyfið að kólna.

Smjörkrem

1Þeytið smjör í 1-2 mín, bætið svo flórsykrinum varlega saman við, gott er að bæta rjóma saman við til skiptis við flórsykurinn.

2Bætið síðan kakó og vanilludropum saman við og þeytið vel saman, helst í nokkrar mín.

3Setjið kremið í sprautupoka og sprautið í mynstri á kökurnar og skreytið að vild.

Uppskrift frá Guðrúnu á dodlurogsmjor.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Hindberjakókoskaka

Hindberjadraumur með kókostopp.

Bláberja bollakökur

Gómsætar bláberja bollakökur með smjörkremi.

Páskabrownie í pönnu

Hér er á ferðinni risa brownie kaka í pönnu sem er fullkominn eftirréttur til að deila á páskunum.