fbpx

Kirsuberja bollakökur

Einfaldar og léttar kirsuberja bollakökur með Pascual jógúrti

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Bollakökurnar
 120 g smjör
 150 g sykur
 2 egg
 160 g hveiti
 1½ tsk lyftiduft
 ½ tsk salt
 2 tsk vanilludropar
 1 dós kirsuberjajógúrt (125 ml) frá Pascual
 12 kirsuber (fersk eða frosin)
Smjörkrem
 200 g smjör
 400 g flórsykur
 1 tsk vanilludropar
 2 msk kakó
 1-2 msk rjómi

Leiðbeiningar

Bollakökurnar
1

Stillið ofn á 175°c. Þeytið saman smjör og sykur í 1-2 mín.

2

Blandið þá eggjunum saman við einu í einu. Vigtið hveitið í skál ásamt lyftiduft og salti.

3

Hellið saman við deigið. Bætið út í vanilludropum og jógúrti. Hrærið öllu vel saman.

4

Raðið formum á bökunarplötu og setjið væna matskeið af deigi í hvert form, passið þó að formið sé í mesta lagi tveir þriðju fullt. Setjið eitt kirsuber í hverja köku fyrir miðju og þrýstið því niður. Setjið inn í ofn og bakið í 20 mín. Leyfið að kólna.

Smjörkrem
5

Þeytið smjör í 1-2 mín, bætið svo flórsykrinum varlega saman við, gott er að bæta rjóma saman við til skiptis við flórsykurinn.

6

Bætið síðan kakó og vanilludropum saman við og þeytið vel saman, helst í nokkrar mín.

7

Setjið kremið í sprautupoka og sprautið í mynstri á kökurnar og skreytið að vild.


Uppskrift frá Guðrúnu á dodlurogsmjor.is

DeilaTístaVista

Hráefni

Bollakökurnar
 120 g smjör
 150 g sykur
 2 egg
 160 g hveiti
 1½ tsk lyftiduft
 ½ tsk salt
 2 tsk vanilludropar
 1 dós kirsuberjajógúrt (125 ml) frá Pascual
 12 kirsuber (fersk eða frosin)
Smjörkrem
 200 g smjör
 400 g flórsykur
 1 tsk vanilludropar
 2 msk kakó
 1-2 msk rjómi

Leiðbeiningar

Bollakökurnar
1

Stillið ofn á 175°c. Þeytið saman smjör og sykur í 1-2 mín.

2

Blandið þá eggjunum saman við einu í einu. Vigtið hveitið í skál ásamt lyftiduft og salti.

3

Hellið saman við deigið. Bætið út í vanilludropum og jógúrti. Hrærið öllu vel saman.

4

Raðið formum á bökunarplötu og setjið væna matskeið af deigi í hvert form, passið þó að formið sé í mesta lagi tveir þriðju fullt. Setjið eitt kirsuber í hverja köku fyrir miðju og þrýstið því niður. Setjið inn í ofn og bakið í 20 mín. Leyfið að kólna.

Smjörkrem
5

Þeytið smjör í 1-2 mín, bætið svo flórsykrinum varlega saman við, gott er að bæta rjóma saman við til skiptis við flórsykurinn.

6

Bætið síðan kakó og vanilludropum saman við og þeytið vel saman, helst í nokkrar mín.

7

Setjið kremið í sprautupoka og sprautið í mynstri á kökurnar og skreytið að vild.

Kirsuberja bollakökur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…