Margir mauksjóða rjúpurnar í sósunni og vilja láta þær hanga lengi svo villibráðarbragðið skíni sterkt í gegn. Þessi aðferð er þó öllu nýstárlegri og eru rjúpurnar mun mildari á bragðið en á hinn veginn.

Margir mauksjóða rjúpurnar í sósunni og vilja láta þær hanga lengi svo villibráðarbragðið skíni sterkt í gegn. Þessi aðferð er þó öllu nýstárlegri og eru rjúpurnar mun mildari á bragðið en á hinn veginn.
Dásamlegur mokkamarengs með Toffifee fyllingu, útkoman er hinn fullkomni eftirréttur eða góðgæti með kaffinu.
Ostakökur eiga vel við, hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust. Það er hægt að útbúa ótal útfærslur af þeim og aðlaga þær að tilefni hverju sinni. Þar sem hátíðirnar nálgast er þessi hér sett í hátíðlegan búning með guðdómlegri piparmyntu-karamellusósu. Þessi ostakaka myndi sóma sér vel sem eftirréttur í hvaða hátíðarboði sem er á næstunni!
Franskar andabringur með steiktum kartöflum, kantarella sveppasósu og rósakáli með rjóma og parmesan. Gott er að bera öndina fram með t.d. waldorfsalati og það er algjört „must“ að steikja kartöflurnar upp úr andafitunni. Rósakál með rjóma og parmesan setur punktinn yfir i-ið og allt rennur þetta svo ljúflega niður með góðu rauðvíni. MMMmmmm…!
Bragðgóður og einfaldur vegan jólaís. Hann inniheldur Oatly vanillusósu, Oatly rjóma og hrísgrjónasúkkulaði með heslihnetufyllingu frá Rapunzel. Vá hvað þessi blanda er góð og hátíðleg. Ég toppa svo ísinn með súkkulaðisósu úr dökku súkkulaðiáleggi frá Rapunzel ásamt ferskum berjum sem gerir hann extra hátíðlegan og fallegan.
Hvað er betra en Daim súkkulaði í smákökur? Þessar eru með þeim betri, mjúkar að innan og stökkar að utan. Daim súkkulaðið gerir kökurnar bæði ljúfar og krönsí. Ég hvet ykkur til að prófa þessar á aðventunni.
Þessi samloka sækir innblástur sinn lauslega í jólalagið ‘Þegar Þú Blikkar’ með Herra Hnetusmjör og Björgvin Halldórs. Kjúklingabringur maríneraðar í hnetusmjöri og súrmjólk eru djúpsteiktar, toppaðar með danbo osti og chili gljáa. Svo borið fram í hamborgarabrauði með hvítlaukssósu og rauðkáli.
Klassísk og ljúffeng humarsúpa og það besta við hana er að hún er jafnvel ennþá betri daginn eftir. Þá er gott að sleppa því að setja humarinn út í súpuna og setja hann ofan í áður en þið berið hana fram. Þessi humarsúpa er frábær forréttur, en ef að þið viljið meiri mátlítð úr súpunni þá mæli ég með að bæta við meiri humar í súpuna. Mér finnst humarkrafturinn frá Oscar og smá red curry frá Blue dragon setja punktinn yfir i-ið og gefa súpunni svo gott bragð.
Smákökur eru alltaf bestar nýbakaðar að mínu mati og þessar hér, maður minn! Þær voru guðdómlegar nýbakaðar með ískaldri mjólk!