Morgunverðarkaka með bláberjum, möndlum og kókos

Morgunverðarkaka með bláberjum, möndlum og kókos

Þessi kaka er algjört æði, hún er samt meira morgunverður en kaka en ég meina, hversu geggjað er að getað bara borðað köku í morgunmat? Það er auðveldlega hægt að skipta út hráefnum og aðlaga hana að eigin smekk. Minnka eða auka sykurmagn, setja aðrar hnetur í staðinn fyrir möndlurnar o.s.frv. Ég mæli líka með að baka hana á sunnudegi og græja í box fyrir vikuna, hún geymist vel í kæli en einnig er hægt að frysta hana. Skella henni þá aðeins í örbylgjuna og njóta!

Read more