Mjúkar glútenlausar piparkökumuffins

Mjúkar glútenlausar piparkökumuffins

Í desember er mikill hátíðarspenningur og margir vilja gera vel við sig. Ég verð alltaf fyrir innblástri af jólabakstri í desember og set mér skemmtilegar áskoranir að setja hátíðargúmmelaði í aðeins næringarríkari búning. Piparkökumuffins var það sem ég fékk á heilann. Bakstur er algjör eðlisfræði og eftir nokkrar tilraunir þá öðlaðist ég enn meiri skilning á bakstri. Eplaedik og matarsódi gerir galdur hef ég komist að í vegan bakstri og hörfræ sjá svo sannarlega um hlutverk eggja. Hér höfum við mjúkar, fluffy og ótrúlega góðar piparkökumuffins sem eru glútenlausar og án hvíts sykur þó lygilegt sé.

Read more

Hátíðleg kókosterta með stórkostlegu súkkulaðikremi

Hátíðleg kókosterta með stórkostlegu súkkulaðikremi

Þessi sparilega terta er fullkomin fyrir alla unnendur kókoss og súkkulaðis. Það er smá bounty fílíngur í henni en á einhvern fágaðan hátt. Dúnmjúkir kókosbotnarnir fara einstaklega vel með þessu unaðslega súkkulaðikremi sem toppar allar aðrar súkkulaðikrems uppskriftir að mínu mati. Það er fínlegt kókosbragð af kreminu vegna kókoskremsins sem er í því og brædda dökka súkkulaðið gerir það algerlega fullkomið. Þessi drottning sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er yfir hátíðarnar.
Kókoskremið frá Rapunzel er vegan og það er lítið mál að veganvæða uppskriftina. Þá er hægt að nota aquafaba í stað eggjanna, Oatly mjólk í stað mjólkurvaranna og vegan smjör í stað venjulegs smjörs.

Read more

Kjúklingabauna taco með avocado-límónu kremi og chili krönsi

Kjúklingabauna taco með avocado-límónu kremi og chili krönsi

Á mínu heimili er mexíkóskur matur líklega sá allra vinsælasti af öllu sem boðið er upp á. Og hann er svo sannarlega oft á boðstólum í allskonar útgáfum. Það hjálpar vissulega til hversu ótrúlega fljótlegt það er að útbúa hann. Yfirleitt eru þetta allra handa tortillur og taco kökur fylltar með öllu mögulegu. Fer oft eftir því hvað er til í kælinum og hvaða sósur eru til. Ég á alltaf til kjúklingabaunir í dós en mér finnst ótrúlega þægilegt að grípa í þær þegar ég nenni ekki að hafa kjöt. Síðan eru þær líka hræ ódýrar. Ég geri líka yfirleitt mitt eigið taco krydd en það er ótrúlega einfalt og miklu ódýrara og hollara en það sem til er í bréfum. Og síðan, það allra mikilvægasta í heimagerða taco bransanum er að hafa eitthvað krönsí með, hvort sem það eru nachos flögur eða annað snakk. Alveg sjúklega gott og passar fullkomlega með þessu taco-i.

Read more

Kasjúhnetusmurostur með graslauk

Kasjúhnetusmurostur með graslauk

Hér er á ferð algjörlega ruglaður smurostur, mínir bragðlaukar segja að hann toppi alla aðra smurosta hvort sem þeir séu vegan eða ekki. Ostinn má smyrja á brauðmeti eða kex eða setja útá pastað. Hann er æðislega mjúkur og fer í raun vel með nánast hverju sem er og hægt að nota hann sem ídýfu fyrir grænmeti eða snakk á góðu kósýkvöldi, já eða eins og á bakkanum á myndinni. Það besta við ostinn er að hann inniheldur fá hráefni og er án allra aukaefna.

Uppskriftin er frekar stór því mér finnst bara ekki taka því að gera minni uppskrift þar sem smurosturinn hverfur fljótt hér heima og það tekur svolítinn tíma að bíða eftir að osturinn verði tilbúinn. En það hefur einnig áhrif að mér finnst oft auðveldara að fá réttu áferðina í blandaranum þegar ég hef uppskriftina stærri en blenderkannan mín er frekar víð. Það er vel hægt að helminga uppskriftina í fyrstu tilraun.

Í uppskriftinni notast ég við Probi mage góðgerla sem eru bragðhlutlausir sem hjálpa ostinum að gerjast og fá þetta súra bragð sem einkennir smurosta. Ég læt ostinn gerjast í þurrkofni en einnig er hægt að leyfa honum að gerjast á hlýjum stað án þurrkofns (t.d. í skáp fyrir ofan ísskápinn, þarf verður oft hlýtt). Það verður aðeins öðruvísi bragð, örlítið súrara bragð.

Read more

Hrekkjavöku drauganammi

Hrekkjavöku drauganammi

Ljúffengt hrekkjavökusælgæti sem inniheldur rice krispies, Tony’s mjólkursúkkulaði, hnetusmjör, síróp og skreytt með hvít súkkulaði draugum. Súkkulaðinu sjálfu er skipt í ójafna parta en það er gert til að endurspegla misréttið sem á sér stað við framleiðslu kakóbauna sem er svo algengt í dag. Markmiðið hjá Tony’s er að framleiða gæða súkkulaði algerlega án þrælkunar.

Read more