Vegan Sjónvarpskaka

Vegan Sjónvarpskaka

Sjónvarpskaka er ein af þeim kökum sem flestir sameinast um að þykja góð. Hún klárast alltaf upp til agna og eru bæði ungir og aldnir jafn sólgnir í hana. Hér er ég með vegan útgáfu og hana er gott að grípa í hvort sem þið eruð vegan eða þurfið að sleppa eggjum eða mjólk vegna ofnæmis. Rapadura hrásykurinn frá Rapunzel er sérstaklega góður þar sem notast á við púðursykur og hér prófaði ég að nota hann í kókostoppinn. Hann gefur gott karamellubragð sem passar einstaklega vel í þessa uppskrift.

Read more

Kosmoskúlurnar hans pabba

Kosmoskúlurnar hans pabba

Elsku pabbi minn á afmæli í dag og í tilefni dagsins deili ég með ykkur uppskrift af nammikúlunum hans.

Pabbi er mögulega mesti sælkeri sem ég þekki en hefur nú gert rosalega breytingu á sínum matarvenjum síðustu mánuði. Hlakka til að segja ykkur meira frá því og hversu magnaða hluti hann hefur upplifað í kjölfarið. Sælkerinn blundar alltaf í honum svo hann fór að búa sér til hollar lífrænar nammikúlur til að hafa með sér í vinnuna og til að bjóða barnabörnunum og vinum uppá.

Pabbi hélt fyrirlestur um daginn í lífspekifélaginu og eftir fyrirlesturinn bauð hann gestum uppá þessar dásamlega góðu kúlur sem hann kallar Kosmoskúlur. Kúlurnar kláruðust hratt(!) og ég hef fengið leyfi til að deila uppskriftinni með ykkur…. eða við skulum segja að þetta sé svona sirka uppskriftin, hann er ekki mikið í því að mæla hráefnið og slumpar í hvert sinn. Eftir að hafa giskað mig áfram eftir ónákvæmum en mjög ástríðufullum útskýringum og að lokum gert smakk samanburð þá held ég að við séum komin nokkuð nálægt réttu hlutföllunum til að geta kallað þetta pabbakúlur.

Minni ykkur á að pabbi er sælkeri og þær eru svo sannarlega dísætar!

Við pabbi unnum færsluna í samstarfi við Rapunzel á íslandi en við erum sammála um að lífræni kókosinn frá Rapunzel er lang skemmtilegastur til að rúlla kúlum uppúr því hann er svo fínn.

Read more

Appelsínu- og súkkulaðihrákaka

Appelsínu- og súkkulaðihrákaka

Ég hef aldrei verið mikið fyrir þessar „klassískur“ kökur og tertur en ég er veik fyrir hrákökum. Þær eru akkurat passlega sætar fyrir minn smekk og mér finnst fylgja því aukin nautn að borða köku sem uppfyllir alla sykurlöngunina en á sama tíma inniheldur lífræn gæða hráefni sem mér líður vel af.

Hér deili ég með ykkur hráköku með súkkulaði og appelsínubragði en ég fæ ekki nóg af þessari bragðsamasetningu. Það er kannski merki um að ég sé orðin fullorðin því sem barn fannst mér þetta vera svona fullorðinsbragð.

Uppskriftin er frekar stór og dugir fyrir ca 12 manns…. já eða til að eiga í fyrstinum fyrir nokkur kósíkvöld. Kökuna þarf að gera degi áður en hana skal bera fram.

Read more

Ljóskur með öðruvísi ívafi

Ljóskur með öðruvísi ívafi

Hér er um að ræða ljóskur en samt ekki alveg ljóskur. Ljóskur eða blondies á ensku eru oftast andstæðan við brúnkur eða Brownies. Nánast eins nema í stað þess að vera dökkar eru þær ljósar og úr hvítu súkkulaði. Þessar hér eru akkurat þannig en þó ekki. Ég get best lýst þeim þannig að þær eru eins og blanda af ljóskum og kransaköku. Kranskökuáferðin kemur líklegast því ég nota möndlumjöl. Kökuna er ótrúlega einfalt að gera enda örfá hráefni í henni. Ég notaði dásamlega möndlusmyrju frá Rapunzel í staðinn fyrir smjör og var útkoman skemmtilega öðruvísi.

Read more