Þessi súkkulaðikaka er guðdómleg og kremið ekki síðra. Slöngukakan krefst þess að þið hafið smá tíma til þess að baka og skreyta en allir ættu að ráða við hana. Síðan er afar hentugt að skera hana í sneiðar þegar hún er í laginu eins og slanga.

Þessi súkkulaðikaka er guðdómleg og kremið ekki síðra. Slöngukakan krefst þess að þið hafið smá tíma til þess að baka og skreyta en allir ættu að ráða við hana. Síðan er afar hentugt að skera hana í sneiðar þegar hún er í laginu eins og slanga.
Hér kemur dásamlegur kjúklingaréttur sem var tilbúinn á 20 mínútum svo það er ekki lengur afsökun fyrir því að prófa ekki að skella í indverskt!
Cacio a pepe er rammítalskur spagettíréttur sem er venjulega gerður með olíu, pecorino osti og pipar. Þessi réttur er afar einfaldur og tekur enga stund að gera. Ég mæli með því að hafa hvítlauksbrauð og ferskt salat með honum til að fá smá ferskleika með smjörbragðinu.
Hollari franskar með chili mæjó úr lífrænum kasjúhnetum. Það getur verið ótrúlega skemmtilegt að skera allskonar rótargrænmeti í strimla, baka í ofni og borða eins og franskar. Ef þú hefur ekki prófað að baka rauðrófur í ofni með olíu og salti þá mæli ég með því að prófa það, þær gætu komið þér skemmtilega á óvart. Ég hef verið að leggja áherslu á að borða hreint matarræði, velja lífrænt og sniðganga öll aukaefni síðustu vikur og hef verið að vinna mikið með kasjúhnetur í dressingar og sósur. Kasjúhnetur eru frábærar í sósur, áferðin verður merkilega creamy og í þokkabót verður sósan full af næringu. Hér er ég með chili kasjú “mæjó” sem passar einstaklega vel með rótargrænmetisfrönskum.
Einstaklega bragðgóðar og krúttlegar hrekkjavöku smákökur. Þær innihalda Milka Oreo súkkulaði ásamt hvítu súkkulaði sem gerir þær svo ljúffengar. Tilvalið að útbúa með börnunum um helgina. Svo er einnig sniðugt að skella í þær fyrir jólin og þá er hægt að sleppa augunum og jafnvel gera þær minni.
Baunir úr dós er svo handhægur og fljótlegur próteingjafi. Ég er með æði fyrir lífrænum kjúklingabaunum núna og mér finnst svo gott að steikja þær í smá stund á pönnu með kryddum til að setja útá stórt og gott salat og þar með gera það matmeira og næringaríkara. Þú getur í raun notað hvaða krydd eða kryddblöndur sem er. Ég er að dýrka tilbúnu kryddblöndurnar frá Kryddhúsinu, að þessu sinni valdi ég miðausturlenska kryddblöndu sem mér finnst passa einstaklega vel með fersku tahinisósunni. Baunir innihalda ekki bara prótein heldur einnig vítamín, steinefni og trefjar, sannkölluð “all in one” fæða. Ég myndi einnig segja að lífrænar baunir úr dós séu hinn fullkomni skyndibiti fyrir litlu krílin. Fyrir utan hvað þær eru hollar og góðar eru þær líka skemmtilegar fyrir litla putta.
Þessar litlu kökur eru mjög þéttar í sér og eru í raun prótínstykki í dulargervi. Þær eru hveitilausar, pakkaðar af næringu, góðri fitu og prótíni. Í þeim eru einungis lífræn gæða hráefni. Það er vel hægt að skipta út hrásykrinum fyrir sykurlausa sætu og eru þær þá í raun orðnar mjög kolvetnasnauðar. Þær hagga varla blóðsykrinum og gefa sérlega góða orku.
Ég geri yfirleitt stóran skammt og frysti. Tek út eina og eina sem ég nýt með góðum kaffibolla eða tek með mér í nesti.
Það verður allt svo dásamlegt sem sett er inn í vefjur og þessar eru engin undantekning. Sósurnar frá Blue Dragon koma með asískt yfirbragð í matseldina og Satay sósan frá þeim er sjúklega góð og hægt að nota á fjölbreyttan hátt. Ég nota hana almennt mikið í kjúklingarétti en hérna ákvað ég að útbúa vefjur sem eru í senn fljótlegar, bragðgóðar og fallegar! Kjúklingurinn passar ótrúlega vel með sósunni og ferskt og stökkt grænmetið er fullkomið með. Það tekur enga stund að útbúa vefjurnar og þær eru líka alveg frábærar í nestisboxið. Blue Dragon Satay sósan fæst í öllum helstu matvöruverslunum.
Er eitthvað betra en dýrindis máltíð sem er auðvelt að gera? Skemmtilegt og auðvelt fjölskylduuppáhald, þessi pizza á örugglega eftir að slá í gegn hjá öllum við matarborðið! Butter Chicken karrísósan frá Patak´s gefur henni ljúffengan, grillaðan ilm. Butter Chicken sósan frá Patak´s fæst í öllum helstu matvöruverslunum.