Glútenlausar carob múffur

Glútenlausar carob múffur

Ég var vön að baka súkkulaðibananabrauð eða muffins í hvert sinn sem ég átti brúna banana, við erum alveg húkt á því. En svo ákvað ég, útaf svolitlu, að taka út glútein og leggja áherslu á basíkst matarræði. Ég hef því meira notað carob uppá síðkastið í staðinn fyrir kakó þar sem carob er basískara…. og mér finnst það líka bara skemmtileg tilbreyting, það er náttúrulega sætt og æðislega gott. Ég nota það líka til að toppa smoothieskálar og krakkarnir eru sjúk í það. Ég fór þó að sakna þess að baka bananamúffur og borða með krökkunum svo ég ákvað að gera tilraunir til að gera glúteinslausar sykurlausar muffins og ég er bara nokkuð ánægð með útkomuna. Þær hafa horfið hratt hingað til á mínu heimili. Ég myndi ekki bera þessar muffins saman við dísætar sykraðar bakarísmuffins þar sem þetta eru bara annarskonar muffins, þær flokkast frekar sem skemmtilegt millimál og eru frábærar í nestisboxið.

Ef þú ert ekki fyrir carob þá er að sjálfsögðu hægt að skipta því út fyrir kakó eða sleppa því alveg.

Read more

Grillaðar eftirrétta tortillur með súkkulaðismjöri

Grillaðar eftirrétta tortillur með súkkulaðismjöri

Eftir góða grill máltíð í góðu veðri vantar okkur oft eitthvað smá sætt í lokin. Þarf ekki að vera stórt, flókið eða mikið en bara eitthvað smá djúsí. Þessar tortillur eru eitthvað annað góðar og ótrúlega einfaldar og fljótlegar. Þær eru einnig vegan og henta því flestum. Nokkur einföld hráefni þarf og svo bara beint á grillið. Það má bera þær fram einar og sér en þær eru einnig gómsætar með ferskum ávöxtum og ís

Read more

Besta súkkulaðisósan, lífræn í þokkabót

Besta súkkulaðisósan, lífræn í þokkabót

Besta súkkulaðisósa heims og lífræn í þokkabót. Þrátt fyrir að vera “hollari” týpan af súkkulaðisósu af hráefnum að dæma þá slær hún öllum öðrum við. Hnetusmjörið er ómissandi í hana en það gefur henni einstakan karakter. Þessa geri ég gjarnan með ávaxtasalati eða útá amerískar pönnukökur eða vöfflur og svo er hún líka þrælgóð útá ís hvort sem það er klássískur vanilluís eða hollari týpa úr frosnum bönunum. Þetta er svona mín “go to” sósa með öllu sem kallar á súkkulaðisósu. Mæli svo með að setja afganginn í konfektmolaform eða súkkulaðiplötuform og toppa með möndlukurli, mórberjum, kókos eða poppuðu quinoa eða í raun bara einhverju sem gefur smá crunch og setja í frysti… en það gæti reyndar orðið challange að eiga afgang.

Read more

Möndlusúkkulaðikaka með heslihnetukremi

Möndlusúkkulaðikaka með heslihnetukremi

Þegar von er á gestum í kaffi með stuttum fyrirvara er gott að eiga uppskrift af góðri og fljótlegri köku. Þessi dásamlega góða súkkulaðikaka er aðeins blaut í sér og með dásamlega djúpu súkkulaðibragði. Kremið gæti síðan ekki verið fljótlegra en ‏það er einfaldlega n‎ýja súkkulaðismjör bionella frá Rapunzel sem ég smurði yfir botninn. Súkkulaðiheslihnetusmjörið er bæði lífrænt og vegan og hentar vel í bakstur eða einfaldlega sem krem á allt sem ykkur dettur í hug.

Read more