Hér er í raun sama aðferð notuð og í hefðbundna eðlu, bara pizzasósa í stað salsa sósu og mun meiri ostur og pepperóni.

Uppskrift
Hráefni
200 gr Philadelphia Original rjómaostur
150 gr Hunts pizzasósa
200 gr rifinn Mozzarella ostur
10 gr rifinn Parmareggio parmesan ostur
Paprikuduft
Þurrkað oregano
35-60 gr pepperóni
Leiðbeiningar
1
Smyrjið rjómaosti í botninn á eldföstu móti
2
Setjið svo pizzasósuna yfir allt
3
Dreifið svo rifna ostinum yfir ásamt parmesan ostinum
4
Kryddið með paprikudufti og oregano
5
Setjið svo pepperoni yfir að lokum en það má líka klippa það í ræmur
6
Hitið svo í ofni í 15-20 mínútur á 200 C°blæstri
7
Veiðið upp með uppáhalds Maarud snakkinu ykkar
Uppskrift frá Maríu hjá Paz.is
Hráefni
200 gr Philadelphia Original rjómaostur
150 gr Hunts pizzasósa
200 gr rifinn Mozzarella ostur
10 gr rifinn Parmareggio parmesan ostur
Paprikuduft
Þurrkað oregano
35-60 gr pepperóni