Stundum þurfa góðar kökur bara alls ekki að vera flóknar né tímafrekar í gerð. Fólk er að koma í kaffi og þig langar kannski að vippa einhverju fram á mettíma? Þessi er án dýraafurða og hentar því vel þeim sem eru vegan eða óþol fyrir eggjum eða mjólk.

Uppskrift
Hráefni
160 g hveiti
150 g sykur
3/4 tsk matarsódi
180 ml Oatly hafradrykkur með appelsínu og mangó
60 ml bragðlítil jurtaolía
1/2 msk eplaedik, má skipta út fyrir borðedik
1 tsk vanilludropar
1 msk rifinn appelsínubörkur, varist að raspa niður í hvíta hlutann af berkinum
1 tsk appelsínudropar ef vill, má sleppa
Kremið:
120 g flórsykur
2 msk Oatly hafradrykkur með appelsínu og mangó
Hrærið saman í skál og smyrjið á kökuna
Leiðbeiningar
1
Byrjið á því að hita ofninn í 180°C blástur
2
Setjið þurrefnin í skál og hrærið með písk
3
Blandið út í, Oatly appelsínudrykk, olíu, ediki, vanilludropum og appelsínuberki
4
Hrærið saman þar til deigið er orðið samfellt. Smyrjið kringlótt 22cm form og setjið deigið í.
5
Bakið í 20-25 mín, fer eftir ofnum en þegar prjónn kemur hreinn upp sem stungið er í hana er kakan tilbúin. Leyfið kökunni að kólna að mestu áður en kremið er sett á.
MatreiðslaBakstur, Eftirréttir, VeganTegundÍslenskt
Hráefni
160 g hveiti
150 g sykur
3/4 tsk matarsódi
180 ml Oatly hafradrykkur með appelsínu og mangó
60 ml bragðlítil jurtaolía
1/2 msk eplaedik, má skipta út fyrir borðedik
1 tsk vanilludropar
1 msk rifinn appelsínubörkur, varist að raspa niður í hvíta hlutann af berkinum
1 tsk appelsínudropar ef vill, má sleppa
Kremið:
120 g flórsykur
2 msk Oatly hafradrykkur með appelsínu og mangó
Hrærið saman í skál og smyrjið á kökuna