“1001 nótt” smoothie skál

“1001 nótt” smoothie skál

Það eru örugglega einhverjir sem þekkja nafnið en þessi smoothie skál er innblásin af smoothie af matseðlinum hjá ísey skyrbar. Þetta er smoothie sem er vinsæll á heimilinu en það getur verið dýrt að kaupa tilbúinn smoothie fyrir 4 manna fjölskyldu oft í mánuði.

Ísey notar eplasafi úr kreistum eplum í smoothie-inn en til einföldunar höfum við hér heima haldið okkur við eitt eldhústæki til að græja fram þennan smoothie og notað heila appelsínu í staðinn fyrir eplasafa og það kemur alls ekki niður á bragðinu.

Það getur auðvitað verið ótrúlega þægilegt og fljótlegt að kaupa sér tilbúna smoothieskál á ferðinni en það eru allskonar kostir sem fylgja því að gera sér smoothieskál heima, það er bæði ódýrara en einnig gefur það svigrúm til að velja hráefnið og gera t.d. lífrænni útgáfu eins og hér að neðan og þú getur toppað skálinu með þínu eftirlæti.

Read more

Vegan Paris-Brest bollur með pralíni og vanillurjómakremi

Vegan Paris-Brest bollur með pralíni og vanillurjómakremi

Paris-Brest er einn allra besti eftirréttur sem til er á jörðinni. Eða það finnst mér að minnsta kosti. Eftirrétturinn er upprunninn í Frakklandi eins og nafnið gefur til kynna og eru til ýmsar útgáfur af honum.

Yfirleitt er þetta vatnsdeig sem mótað er í hring og fyllt með pralín og vanillukremi (Crème Pâtissière). Það er eitthvað við þessa pralín-vanillukrems blöndu sem er algerlega ómótstæðilegt og það er ekki oft sem hægt er að nálgast þennan eftirrétt á Íslandi.

Ég var heillengi að prófa mig áfram með gerð þessarar bollu og gerði ótal útgáfur af henni. Þessi útgáfa kom lang best út. Bollan sjálf er úr smjördeigi sem er nánast án undantekninga vegan. Heimagerða pralínið er gert úr ristuðum heslihnetum og möndlum og vanillukremið úr haframjólk og hafrarjóma ásamt góðri vanillu og vegan smjöri. Þessi samsetning er algerlega himnesk og ég skora á ykkur að prófa þessa dýrð!

Read more

Smörrebröd með marineruðum gulrótum og lífrænni graflaxsósu

Smörrebröd með marineruðum gulrótum og lífrænni graflaxsósu

Í fyrra smakkaði ég graflaxsósu í fyrsta sinn og ég er mikil sinnepskona og elska dill svo þetta var nýtt og skemmtilegt bragð fyrir mér. Þessi sósa virðist tengjast hátíðunum þó ég þekki þessa hefð alls ekki en mig langaði að gera lífræna graflaxsósu og prófa mig áfram með hátíðlegt smörrebröd. Hér erum við með smörrebröd, sem væri að sjálfsögðu hægt að bera fram sem minni snittur, með grænum blöðum, avocado, marineruðum gulrótum, capers og lífrænni graflaxsósu. Döðlusíróp er eitthvað sem ég uppgötvaði nýlega og ég elska að nota það í dressingar svo það lá beinast við að nota það. Ég sæki innblástur í vegan graflax sem virðist vera vinsæll fyrir jólin nema ég hef ekki hugmynd um það hvernig graflax er á bragðið svo alls ekki búast við því bragði, en mér fannst bara svo ótrúlega skemmtileg hugmynd að marinera gulrætur með brögðum sem ég elska og toppa svo með sætri lífrænni graflaxsósu með döðlusíró

Read more

Kjúklingabauna taco með avocado-límónu kremi og chili krönsi

Kjúklingabauna taco með avocado-límónu kremi og chili krönsi

Á mínu heimili er mexíkóskur matur líklega sá allra vinsælasti af öllu sem boðið er upp á. Og hann er svo sannarlega oft á boðstólum í allskonar útgáfum. Það hjálpar vissulega til hversu ótrúlega fljótlegt það er að útbúa hann. Yfirleitt eru þetta allra handa tortillur og taco kökur fylltar með öllu mögulegu. Fer oft eftir því hvað er til í kælinum og hvaða sósur eru til. Ég á alltaf til kjúklingabaunir í dós en mér finnst ótrúlega þægilegt að grípa í þær þegar ég nenni ekki að hafa kjöt. Síðan eru þær líka hræ ódýrar. Ég geri líka yfirleitt mitt eigið taco krydd en það er ótrúlega einfalt og miklu ódýrara og hollara en það sem til er í bréfum. Og síðan, það allra mikilvægasta í heimagerða taco bransanum er að hafa eitthvað krönsí með, hvort sem það eru nachos flögur eða annað snakk. Alveg sjúklega gott og passar fullkomlega með þessu taco-i.

Read more

Kasjúhnetusmurostur með graslauk

Kasjúhnetusmurostur með graslauk

Hér er á ferð algjörlega ruglaður smurostur, mínir bragðlaukar segja að hann toppi alla aðra smurosta hvort sem þeir séu vegan eða ekki. Ostinn má smyrja á brauðmeti eða kex eða setja útá pastað. Hann er æðislega mjúkur og fer í raun vel með nánast hverju sem er og hægt að nota hann sem ídýfu fyrir grænmeti eða snakk á góðu kósýkvöldi, já eða eins og á bakkanum á myndinni. Það besta við ostinn er að hann inniheldur fá hráefni og er án allra aukaefna.

Uppskriftin er frekar stór því mér finnst bara ekki taka því að gera minni uppskrift þar sem smurosturinn hverfur fljótt hér heima og það tekur svolítinn tíma að bíða eftir að osturinn verði tilbúinn. En það hefur einnig áhrif að mér finnst oft auðveldara að fá réttu áferðina í blandaranum þegar ég hef uppskriftina stærri en blenderkannan mín er frekar víð. Það er vel hægt að helminga uppskriftina í fyrstu tilraun.

Í uppskriftinni notast ég við Probi mage góðgerla sem eru bragðhlutlausir sem hjálpa ostinum að gerjast og fá þetta súra bragð sem einkennir smurosta. Ég læt ostinn gerjast í þurrkofni en einnig er hægt að leyfa honum að gerjast á hlýjum stað án þurrkofns (t.d. í skáp fyrir ofan ísskápinn, þarf verður oft hlýtt). Það verður aðeins öðruvísi bragð, örlítið súrara bragð.

Read more

Rauðrófusalat með próteinspírum og ristuðum sesamfræjum

Rauðrófusalat með próteinspírum og ristuðum sesamfræjum

Þetta salat er ekki bara ótrúlega gott heldur algjört dúndur hvað varðar næringu. Rauðrófurnar þarf varla að kynna en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eru tíður gestur á miðlinum mínum. Þær eru fullar af næringu, járni og styðja einnig við nýrun og lifrina sem gegna meðal annars því mikilvægi hlutverki að hreinsa kroppinn. Til að trompa þetta salat bætum við útí spíraðri próteinblöndu (spíraðar linsur og mungbaunir) sem er frábær uppspretta af basískum próteinum. Auk þess eru spíraðar linsur og baunir auðmeltanlegar og næringin auðveld í upptöku sem sparar líkamanum orku.

Ég myndi segja að þetta salat væri hið fullkomna “post workout” salat… það væri nú skemmtilegt að sjá það verða mainstream að fá sér salat eftir æfingu! Nánar um það afhverju basísk prótein eru góð eftir æfingu í story.

Ef þú ert hrædd/ur um að þú finnir moldarbragð af rauðrófunum þá þarftu ekki að hafa áhyggjur, engifer-sesamdressingin og ristuðu sesamfræin sjá um að láta það hverfa. Salatið er fullkomið sem hliðarsalat með hvaða rétti sem er, sem hluti af salati eða skemmtileg viðbót við núðluréttinn…. svo má líka bara borða það eitt og sér eins og ég gerði eftir þessa myndatöku.

Read more

Tær grænmetissúpa

Tær grænmetissúpa

Tær grænmetissúpa sem er mögulega einfaldasta súpan þarna úti. Engin krydd nema bara jurtakraftur og svo bragðið af grænmetinu sjálfu. Hægt er að bæta baunum útí hana ef maður vill eins og ég hef gert hér á myndinni sem gerir hana aðeins matmeiri og saðsamari. Án baunanna er hún líka algjörlega frábær, létt í maga og fullkomin súpa til að gefa meltingunni smá hvíld, súpan hentar því vel til að fara mjúklega útúr föstu.

Þú getur valið í raun hvaða grænmeti sem er, jafnvel haft kartöflur eða sætar kartöflur í henni. Ágætt að hafa sem viðmið að vökvinn sem fer í súpunni er sirka tvöfallt rúmmál grænmetissins.

Read more

Bragðmikil sveppasúpa með timían og chili

Bragðmikil sveppasúpa með timían og chili

Haustið er komið til okkar af fullum krafti og þá er gott að útbúa góðar og kraftmiklar súpur. Þessi er alveg ótrúlega fljótleg og bragðgóð. Inniheldur fá hráefni og er þess utan vegan. Ég nota í hana kryddin frá Organic Liquid en ég mæli alveg sérstaklega með því að nota þau í súpur, sósur og pottrétti. Þessi er alveg fullkomin á köldum haust og vetrardögum, sér í lagi þegar við höfum lítinn tíma og nennum helst ekki að elda.

Read more