Hummus pasta með súrkáli og ólífum

Hummus pasta með súrkáli og ólífum

Hummus pasta er einn af okkar “go to” réttum þegar við viljum fljótlega, einfalda og bragðgóða máltíð. Hún verður mögulega oft fyrir valinu á mánudögum. Þeir sem hafa fylgt mér lengi hafa eflaust séð hana oft og mörgum sinnum en við verðum ekki þreytt á henni. Það elska jú allir pasta og svo er alveg brilliant að nota hummus sem sósu sem gerir réttinn saðsamari og próteinríkari á sama tíma. Til að fullkomna réttinn bætum við svo súru kontrasti með lífrænum grænum ólífum og súrkáli, fullkomið á móti hummusnum í miðausturlenskum anda, það er í raun þetta kombó sem gerir máltíðina. Svo bætir maður við því grænmeti sem maður á til að fá smá lit á diskinn, auka trefjar og “crunch”. Við fáum aldrei nóg af þessu og börnin ekki heldur….. þau eru bæði ólífusjúk.

Read more

Gúrkusalatið sem flestir eru farnir að þekkja

Gúrkusalatið sem flestir eru farnir að þekkja

…. samfélagsmiðlarnir víbruðu yfir hinu víðsfræga gúrkusalati. Ég ætlaði svo sannarlega ekki að vera ein af þeim sem hoppar á trendið eeeeeen hér erum við haha. Eftir að hafa sjálf tekið þátt í að klára gúrkurnar í búðunum og gert gúrkusalat oftar en tvisvar þá datt mér í hug að deila með ykkur útgáfunni sem ég hef verið að vinna með. Það er nefninlega svo ferlega fljótlegt og það þarf ekki einu sinni að skola rifjárn eftir á því sósunni er bara sullað saman á 10 sek! Að vinna í samstarfi við fyrirtæki gengur oft útá að kynna vörur og þegar ég stóð mig að því að grípa alltaf í Organic Liquid vörurnar til að fá fram rétta bragðið þá datt mér í hug að það væri auðvitað brilliant leið að deila með ykkur uppskrift sem sýnir ykkur hvernig ég hef notað þær undanfarið.

Read more

Grískt salat með basil tófúteningum

Grískt salat með basil tófúteningum

“Salat season is here”! Grískt salat er eitthvað sem flestir kannast við og er einstaklega sumarlegt. Hér fyrir neðan er uppskrift af marineruðum tófúteningum og hvernig ég nota þá í grískt salat. Í staðinn fyrir fetaost er ég að nota marinerað basil tófú sem gefur salatinu skemmtilega fyllingu, bragð og auka prótein. Fullkomið salat til að bera fram með grilluðu grænmeti í sumar eða með pastarétt… salatið er líka hægt að borða bara eitt og sér.

Það er svo auðvitað hægt að nota tófúteningana í annarskonar salöt eins og t.d. quinoa eða pastasalöt eða útí pastasósuna eða sem hluta af fyllingu inní vefju eða pítu. Ég vona að færslan og uppskriftin veiti ykkur innblástur til að prófa ykkur áfram með tófú í sumar.

Read more

Mexíkóskt quinoa salat

Mexíkóskt quinoa salat

Quinoa er sennilega uppáhalds „kornið“ mitt. Tæknilegar séð er það reyndar ekki korn heldur fræ. Quinoa er glútenlaust, próteinríkt og inniheldur trefjar. Það hefur nokkuð hlutlaust bragð sem bíður uppá allskonar möguleika fyrir kryddskúffuna.

Hér höfum við mexíkó quinoa sem er ótrúlega gott sem meðlæti, sem mexíkó salatgrunnur, sem fylling inní burritovefjuna eða t.d. til að toppa bakaða sæta kartöflu. Quinoað má borða bæði heitt og kalt sem getur verið hentugt fyrir nestið eða flótlega afgangamáltíð. Þessi hefur verið í uppáhaldið hjá okkur lengi, bæði hjá börnum og fullorðnum.

Read more

Hrásalat með raw hampfrædressingu

Hrásalat með raw hampfrædressingu

Raw hrásalat, eða hrá-hrásalat! Hér erum við allavega með hollari týpuna að hrásalati en dressingin kemur manni skemmtilega á óvart og gefur þessa creamy áferð með smá sætu bragði og minnir óneytanlega á klassískt hrásalat með mæjó, nema ferskara…. æji þið skiljið þegar þið prófið.

Fullkomið sem hliðarsalat með nánast hverju sem er.

Færslan er unnin í samstarfi við Beutelsbacher á íslandi. Eplaedikið frá Beutelsbacher er sennilega lykilhráefnið til að fá þetta “mæjó” bragð.

Til að bæta því við þá hafði maður minn orð á því hversu geggjuð þessi dressing væri… sem mér fannst ótrúlega skemmtilegt þar sem hann þykist ekki borða rúsínu, sinnep né edik. Lol. 😉

Read more

Sumarsalat með kasjúosti, vatnsmelónu og sítrónudressingu

Sumarsalat með kasjúosti, vatnsmelónu og sítrónudressingu

Þetta hefur verið mitt uppáhalds sumarsalat síðan ég smakkaði svona salat á Raw veitingastað í Gautaborg þegar ég bjó þar. Ég man að ég gat ekki hætt að hugsa um þetta ferska salat sem þau buðu uppá og ég bara varð að endurskapa það í eldhúsinu mínu stax sömu vikuna. Þetta voru mín fyrstu kynni af kasjúosti og hann gefur þessu létta og ferska salati þessa extra fyllingu og skemmtilegan karakter.

Read more