fbpx

Sumarsalat með kasjúosti, vatnsmelónu og sítrónudressingu

Þetta hefur verið mitt uppáhalds sumarsalat síðan ég smakkaði svona salat á Raw veitingastað í Gautaborg þegar ég bjó þar. Ég man að ég gat ekki hætt að hugsa um þetta ferska salat sem þau buðu uppá og ég bara varð að endurskapa það í eldhúsinu mínu stax sömu vikuna. Þetta voru mín fyrstu kynni af kasjúosti og hann gefur þessu létta og ferska salati þessa extra fyllingu og skemmtilegan karakter.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Salat
 Íssalat
 Spínatkál
 Rauðlaukur
 Vatnsmelóna
 Avocado
 Kokteiltómatar
 toppað með brokkólí- & smáraspírunum
Kasjúostur
 2 dl lífrænar kasjúhnetur frá Rapunzel
 1 dl næringarger frá Rapunzel
 jurtasalt eftir smekk
Sítrónudressing
 1 stk lífræn sítróna, safinn og hýðið
 2 msk ólífuolía
 ¼ tsk jurtasalt

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að leggjá kasjúhneturnar í bleyti, ágætt að leggja þær í bleyti áður, í 2 tíma eða lengur, en þú kemst líka upp með styttri tíma ef vatnið er heitt.

2

Setjið svo kasjúhneturnar ásamt næringageri í matvinnsluvél, nutribullet eða eitthvað svipað, mér finnst gott að nota lítið blenderunit. Smakkið til og bætið við salti eftir smekk.

3

Útbúið dressinguna með því að rífa hýðið utan af lífrænni sítrónu, kreistið svo safann úr hýðislausu sítrónunni og komið fyrir í lítinn blender / hátt glas ef notaður er töfrasproti, og bætið olíu og salti við og blandið.

4

Skolið og skerið grænmetið og komið fyrir í skál eða á diski og berið fram með kasjúosti og sítrónudressingu.

Verði ykkur að góðu.


Matreiðsla, MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Salat
 Íssalat
 Spínatkál
 Rauðlaukur
 Vatnsmelóna
 Avocado
 Kokteiltómatar
 toppað með brokkólí- & smáraspírunum
Kasjúostur
 2 dl lífrænar kasjúhnetur frá Rapunzel
 1 dl næringarger frá Rapunzel
 jurtasalt eftir smekk
Sítrónudressing
 1 stk lífræn sítróna, safinn og hýðið
 2 msk ólífuolía
 ¼ tsk jurtasalt

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að leggjá kasjúhneturnar í bleyti, ágætt að leggja þær í bleyti áður, í 2 tíma eða lengur, en þú kemst líka upp með styttri tíma ef vatnið er heitt.

2

Setjið svo kasjúhneturnar ásamt næringageri í matvinnsluvél, nutribullet eða eitthvað svipað, mér finnst gott að nota lítið blenderunit. Smakkið til og bætið við salti eftir smekk.

3

Útbúið dressinguna með því að rífa hýðið utan af lífrænni sítrónu, kreistið svo safann úr hýðislausu sítrónunni og komið fyrir í lítinn blender / hátt glas ef notaður er töfrasproti, og bætið olíu og salti við og blandið.

4

Skolið og skerið grænmetið og komið fyrir í skál eða á diski og berið fram með kasjúosti og sítrónudressingu.

Verði ykkur að góðu.

Sumarsalat með kasjúosti, vatnsmelónu og sítrónudressingu

Aðrar spennandi uppskriftir