Taco ídýfa

Kaldar rjómaostadýfur eru í miklu uppáhaldi. Það er því gaman að prófa eitthvað nýtt í slíkum efnum og hér kemur ein sem kláraðist upp til agna!
Þessi er matarmeiri en margar því hún er með hakki og svo fer magn af grænmeti og osti ofan á eftir smekk!

Skoða nánar
 

Ferskar og fljótlegar satay kjúklingavefjur

Það verður allt svo dásamlegt sem sett er inn í vefjur og þessar eru engin undantekning. Sósurnar frá Blue Dragon koma með asískt yfirbragð í matseldina og Satay sósan frá þeim er sjúklega góð og hægt að nota á fjölbreyttan hátt. Ég nota hana almennt mikið í kjúklingarétti en hérna ákvað ég að útbúa vefjur sem eru í senn fljótlegar, bragðgóðar og fallegar! Kjúklingurinn passar ótrúlega vel með sósunni og ferskt og stökkt grænmetið er fullkomið með. Það tekur enga stund að útbúa vefjurnar og þær eru líka alveg frábærar í nestisboxið. Blue Dragon Satay sósan fæst í öllum helstu matvöruverslunum.

Skoða nánar
 

USA kjúklingur

Í sumar pantaði ég grillaðan kjúkling á einum af veitingastöðunum þar og fékk í fyrsta sinn „Creamy Corn“ eða rjómakennt korn/maís sem var alveg hrikalega gott. Þetta var meðlæti með kjúklingnum ásamt kartöflumús og ég er búin að ætla að prófa að leika þetta eftir síðan ég kom heim. Það hafðist loks og þetta var algjört dúndur!

Skoða nánar