Vinsæli pastarétturinn Cacio e pepe

  

júlí 1, 2020

Fljótlegur og einfaldur pastaréttur sem klikkar ekki

Hráefni

1 1/2 bolli fínrifinn pecorino ostur

1 bolli fínrifinn Parmareggio parmesan

1 msk svartur pipar

300 g De Cecco spaghetti

2 msk Extra Virgin ólífuolía frá Filippo Berio

Leiðbeiningar

1Hitið vatn í rúmgóðum potti. Þegar suðan er komin upp setjið sjávarsalt þar í. Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum á pakkningu.

2Setjið ostana saman í skál ásamt svörtum pipar og bætið smá vatni saman við svo úr verði þykkt mauk.

3Rétt áður en pastað er fulleldað setjið pastað á pönnu ásamt smá pastavatni og bætið ostamaukinu saman við.

4Hrærið stöðugt í 1-2 mínútur.

5Setjið pasta á disk og rífið parmesan og pecorino ost yfir.

Uppskrift frá Berglindi hjá GRGS.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Humarpasta

Hér á ferðinni er ofureinfalt humarpasta sem var undursamlegt.

Tagliatelline með kjúklingi & rjómapestósósu

Svo ljúffengt pasta og passar sérlega vel með hvítvíni.

Mexíkanskt lasagna

Lasagna með mexikönskum áhrifum sem þú verður bara að prófa