Vinsæli pastarétturinn Cacio e pepe

  

júlí 1, 2020

Fljótlegur og einfaldur pastaréttur sem klikkar ekki

Hráefni

1 1/2 bolli fínrifinn pecorino ostur

1 bolli fínrifinn Parmareggio parmesan

1 msk svartur pipar

300 g De Cecco spaghetti

2 msk Extra Virgin ólífuolía frá Filippo Berio

Leiðbeiningar

1Hitið vatn í rúmgóðum potti. Þegar suðan er komin upp setjið sjávarsalt þar í. Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum á pakkningu.

2Setjið ostana saman í skál ásamt svörtum pipar og bætið smá vatni saman við svo úr verði þykkt mauk.

3Rétt áður en pastað er fulleldað setjið pastað á pönnu ásamt smá pastavatni og bætið ostamaukinu saman við.

4Hrærið stöðugt í 1-2 mínútur.

5Setjið pasta á disk og rífið parmesan og pecorino ost yfir.

Uppskrift frá Berglindi hjá GRGS.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Litríkt pastasalat með karrýkjúklingi og kaldri dressingu

Þetta salat er ofureinfalt og fljótlegt. Virkilega bragðgott og fullkomið sem hádegisverður eða léttur kvöldverður. Það er svo innilega kærkomið að fá eitthvað ferskt eftir allan hátíðamatinn.

Vegan rjómalagað pasta

Vegan rjómalagað pasta með sveppum, sólþurrkuðum tómötum og stökkum smokey kókosflögum.

Krakkapasta með kolkrabba pylsum

Þessi uppskrift er afar einföld og auðvelt að skella í, svo bara elska krakkarnir hana. Í hana þarf heldur ekki óteljandi hráefni, svo ég mæli með að þið prufið hvort sem er hversdags eða í krakkapartý sem dæmi.