fbpx

Vatnsdeigsbolla með OREO fyllingu

Bolla með rjómaosta fyllingu sem kætir bragðlaukana.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Skotheldar vatnsdeigsbollur
 100 g smjör
 2 dl vatn
 2 dl hveiti
 2 egg
OREO fylling
 5 dl rjómi, þeyttur
 1 box Philadelphia rjómaostur
 1 dl púðursykur
 1 tsk vanillusykur
 10 Oreo kex, mulin
Glassúr
 200 g Milka mjólkursúkkulaði
 2 msk síróp
 2 msk rjómi

Leiðbeiningar

Skotheldar vatnsdeigsbollur
1

Látið smjör og vatn saman í pott hitið þar til blandan er byrjuð að sjóða. Takið þá pottinn af hellunni og bætið hveiti saman við og hrærið þar til myndast hefur deigkúla.

2

Setjið deigið í hrærivél og stillið á minnsta hraðann, svo mesti hitinn fari úr deiginu. Látið eggin saman í skál á meðan og léttþeytið. Hellið þeim svo smám saman út í deigblönduna á lágum hraða.

3

Notið 2 matskeiðar til að móta ca. 8-10 bollur. Látið á ofnplötu með smjörpappír og setjið inn í ofn á 180°C á blæstri í 20-25 mínútur og opnið ekki ofninn fyrr en að þeim tíma liðnum svo bollurnar falli ekki.

OREO fylling
4

Setjið rjóma, rjómaost, púðursykur og vanillu saman í skál og hrærið varlega saman þar til blandan er orðin létt í sér.

5

Bætið muldu Oreo kexinu saman við með sleif.

6

Setjið fyllinguna í bolluna.

Glassúr
7

Bræðið allt saman í potti. Látið kólna aðeins og setjið yfir bollurnar.


Uppskrift frá Berglindi GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

Skotheldar vatnsdeigsbollur
 100 g smjör
 2 dl vatn
 2 dl hveiti
 2 egg
OREO fylling
 5 dl rjómi, þeyttur
 1 box Philadelphia rjómaostur
 1 dl púðursykur
 1 tsk vanillusykur
 10 Oreo kex, mulin
Glassúr
 200 g Milka mjólkursúkkulaði
 2 msk síróp
 2 msk rjómi

Leiðbeiningar

Skotheldar vatnsdeigsbollur
1

Látið smjör og vatn saman í pott hitið þar til blandan er byrjuð að sjóða. Takið þá pottinn af hellunni og bætið hveiti saman við og hrærið þar til myndast hefur deigkúla.

2

Setjið deigið í hrærivél og stillið á minnsta hraðann, svo mesti hitinn fari úr deiginu. Látið eggin saman í skál á meðan og léttþeytið. Hellið þeim svo smám saman út í deigblönduna á lágum hraða.

3

Notið 2 matskeiðar til að móta ca. 8-10 bollur. Látið á ofnplötu með smjörpappír og setjið inn í ofn á 180°C á blæstri í 20-25 mínútur og opnið ekki ofninn fyrr en að þeim tíma liðnum svo bollurnar falli ekki.

OREO fylling
4

Setjið rjóma, rjómaost, púðursykur og vanillu saman í skál og hrærið varlega saman þar til blandan er orðin létt í sér.

5

Bætið muldu Oreo kexinu saman við með sleif.

6

Setjið fyllinguna í bolluna.

Glassúr
7

Bræðið allt saman í potti. Látið kólna aðeins og setjið yfir bollurnar.

Vatnsdeigsbolla með OREO fyllingu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Hrekkjavöku drauganammiLjúffengt hrekkjavökusælgæti sem inniheldur rice krispies, Tony’s mjólkursúkkulaði, hnetusmjör, síróp og skreytt með hvít súkkulaði draugum. Súkkulaðinu sjálfu er skipt…