Uppskrift af mjólkurlausum grjónagraut með vanillusósu (Arroz sin Leche)

    

apríl 30, 2019

Hugmyndin er fengin af spænskum köldum grjónagraut sem kallast Arroz con leche.

Hráefni

1,5 bolli Tilda grautarhrísgrjón

1,5 bolli vatn

1,5 tsk salt

Börk af hálfri appelsínu

1 kanilstöng

1 ferna Oatly vanillusósa

8,5 dl Oatly haframjólk

6 msk hrásykur

Leiðbeiningar

1Setjið grjón, vatn, kanilstöng, salt og appelsínubörk í heilu lagi (ekki raspaðann) í pott og látið sjóða þar til vatn er alveg gufað upp.

2Bætið þá haframjólkinni og vanillusósunni út á og látið byrja að sjóða.

3Passið að hræra vel í án þess að tæta upp appelsínubörkinn því hann þarf að veiða svo upp úr á eftir, passið því að hafa hann heilann allan tímann.

4Setjið sykurinn út í.

5Leyfið grautnum að sjóða í eins og 30-40 mínútur og hrærið reglulega í á meðan allan tímann.

6Þegar grauturinn er til er hann borinn fram með hreinum kanil, ekki kanilsykri því grauturinn sjálfur er mjög sætur.

Uppskrift frá PAZ.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Grilluð vegan samloka með djúsí áleggi og kaldri sósu

Þegar þig langar í eitthvað almennilega djúsí en vilt sneiða hjá dýraafurðum er þessi samloka algjörlega málið.

Vegan brownies með kókossúkkulaði

Kjúklingabauna brownies. Hljómar kannski ekki spennandi en það er bara ekki snefill af baunabragði. Heldur bara mjúkar, bragðgóðar kökur sem engum dettur í hug að innihaldi eitthvað annað en þetta hefðbundna eins og hveiti og hvítan sykur.

Kryddbrauð – lífrænt og vegan

Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu.