Tuc marengs með vanilluskyrkremi og hindberjasósu

  ,   

nóvember 8, 2019

Hátíðlegur eftirréttur.

  • Fyrir: 4-6

Hráefni

Tuc marengs

2 eggjahvítur

2 dl sykur

70 g Tuc kex

50 g möndlur (má sleppa)

1 tsk lyftiduft

Vanilluskyrkrem

250 g vanilluskyr

1 dl rjómi

Hindberjasósa

200 g frosin hindber

120 g sykur

Leiðbeiningar

1Myljið Tuc kex og bætið varlega saman við eggjahvíturnar með sleif ásamt lyftidufti og söxuðum möndlum ef þið notið þær.

2Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við smátt og smátt. Hrærið þar til marengsinn er orðinn stífur og lekur ekki.

3Skiptið marengsinum niður í 4-6 kökur á ofnplötu með smjörpappír. Setjið í 175°c heitan ofn í 20-25 mínútur.

4Skyrkrem: Þeytið rjómann og bætið varlega saman við skyrið með sleif.

5Hindberjasósa: Setjið hindber og sykur í pott og sjóðið þar til hindberin eru maukuð og sósan hefur þykknað. Kælið lítillega.

6Setjið kremið á kökuna og þá hindberjasósu og berið fram.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Oreo ostaköku smákökur með hvítu Toblerone

Þessar Oreo ostaköku smákökur eru alveg ótrúlega góðar!

Vatnsdeigsbollur með jarðaberjafyllingu

Girnilegar vatnsdeigsbollur með jarðaberjafyllingu.

Vatnsdeigsbollur með súkkulaðifyllingu

Súkkulaðisæla, bollur með Toblerone fyllingu.