fbpx

Tófú heilhveitinúðlur með hoisin chili sósu

Einfaldur réttur en alveg sérlega bragðgóður. Þessi aðferð við að elda tófú er líklega ein af mínum uppáhalds en með þessu verður það stökkara og bragðbetra.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 3 hreiður af Blue Dragon heilhveitinúðlum
 1 kubbur Singh Tahoe tófú
 1 laukur
 1/2 geiralaus hvítlaukur
 150 g sveppir
 1/2 rauð paprika
 1/2 græn paprika
 4 msk hoisin sósa frá Blue dragon
 4 msk sweet chili sósa frá Blue dragon
 4 msk sojasósa
 1 msk hrísgrjónaedik frá Blue dragon
 1 msk Sriracha sósa
 1 msk maizena mjöl

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að pressa tófúið. Vefjið kubbinn í viskastykki og setjið eitthvað þungt ofan á hann. Pressið í 15 mín. Á meðan er gott að saxa grænmetið. Ég sker laukinn í þunnar sneiðar og paprikuna í strimla.

2

Skerið tófúið í passlega litla bita. Ég hef mína í minni kantinum eða 1cmx1cm. Setjið tófúið í skák og stráið maizena yfir. Veltið tófúinu upp úr því.

3

Hitið smá olíu á pönnu og steikið tófúið í 4 mín á hverri hlið eða þar til það er orðið vel stökkt.

4

Setjið tófúið til hliðar og steikið grænmetið. Blandið sósunum saman í eina skál. Setjið tófúið út á pönnuna og hellið sósunni yfir allt. Látið malla í 5 mín á meðan þið sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakkanum eða í um 5 mín.

5

Setjið núðlur í skál og tófu blöndu yfir.


Uppskrift frá Völlu.

DeilaTístaVista

Hráefni

 3 hreiður af Blue Dragon heilhveitinúðlum
 1 kubbur Singh Tahoe tófú
 1 laukur
 1/2 geiralaus hvítlaukur
 150 g sveppir
 1/2 rauð paprika
 1/2 græn paprika
 4 msk hoisin sósa frá Blue dragon
 4 msk sweet chili sósa frá Blue dragon
 4 msk sojasósa
 1 msk hrísgrjónaedik frá Blue dragon
 1 msk Sriracha sósa
 1 msk maizena mjöl

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að pressa tófúið. Vefjið kubbinn í viskastykki og setjið eitthvað þungt ofan á hann. Pressið í 15 mín. Á meðan er gott að saxa grænmetið. Ég sker laukinn í þunnar sneiðar og paprikuna í strimla.

2

Skerið tófúið í passlega litla bita. Ég hef mína í minni kantinum eða 1cmx1cm. Setjið tófúið í skák og stráið maizena yfir. Veltið tófúinu upp úr því.

3

Hitið smá olíu á pönnu og steikið tófúið í 4 mín á hverri hlið eða þar til það er orðið vel stökkt.

4

Setjið tófúið til hliðar og steikið grænmetið. Blandið sósunum saman í eina skál. Setjið tófúið út á pönnuna og hellið sósunni yfir allt. Látið malla í 5 mín á meðan þið sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakkanum eða í um 5 mín.

5

Setjið núðlur í skál og tófu blöndu yfir.

Tófú heilhveitinúðlur með hoisin chili sósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum.…
MYNDBAND
LinsubaunahummusLinsubaunir eru fullar af vítamínum og steinefnum og auðga mataræði þitt með hollum skammti af jurtaprótíni og trefjum.